Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 69
BÆKUH
67
Efni þrettánda kafla rifjar höfundur þannig upp með þessum
orðum m. a.: „Þeir, sem horfnir eru til andaheima, virðast
leita sambands við okkur á undarlegustu timum, og á hinn
furðulegasta hátt. Á miðilsfundi einum sem til var stofnað
til að ná sambandi við ákveðna persónu, kom alls óvænt fram
allt önnur persóna.
Það er eftirtektarvert, að persónuleiki hinna framliðnu
kemur skýrt fram, þegar þeir ná sambandi við okkur hérna
megin. Það virðist einnig svo, að þeir hafi nánar gætur á og
verndi ástvini sína, sem enn eru hérna megin, reyni að leið-
beina þeim, bæði á viðskiptasviðinu og í persónulegum vanda-
málum. Takist þeim ekki að ná sambandi við ástvini sína
milliliðalaust, leita þeir uppi næman huga, sem flutt getur
boðin“.
Það er skoðun Harolds Shermans, að allir búi yfir hugar-
orku og yfirskilvitlegum skynjunarhæfileikum, þótt þessi þátt-
ur sé misríkur í fari manna. En liann heldvrr þvi fram, að
hver sá, sem með þohnmæði og viljaþreki leggi sig fram, geti
þroskað þessi daularmögn hugans og eflt þau og auðnist þann-
ig að kanna þessar áður ókunnu víddir. Og einmitt slíkum
mönnum getur þessi bók orðið ómetanleg hjálparhella. Það
er því alveg óhætt að mæla með þessari fróðlegu og skemmti-
legu bók við hvern þann, sem leitar aukins sálarþroska. Ing-
ólfur Árnason hefur leyst þýðinguna af hendi með sóma.
Skuggsjá sé þökk fyrir þessa bók.
Emanuel Swedenborg:
HIN NÝJA JERtJSALEM OG
hennar himneska kf.nning.
býðandi: Sveinn Ólafsson.
Htg.: Bókaútgáfan Þjóðsaga, Rvík 1976.
Emanuel Swedenborg (1688—1772) var ekki meðalmaður
í neinu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var doktor í
hoimspeki, stærðfræðingur, eðlisfræðingur, stjörnufræðingur,