Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 56
ÆVAR R. KVARAN:
EKKERT AÐ GAGNI AÐ HANDAN
JÆJA EKKI ÞAÐ?
Ritstjóri tímaritssins Tomorroiv, sem fjallar um dulræn
fyrirbæri, F. Cilive-Ross, var einn allra harðasti gagnrýnir
spiritismans. Árið 1963 skrifaði hann í tímarit sitt, að sterkustu
rökin gegn spiritismanum væru, hve marklaust og lítilvægt
jiað væri sem fram kæmi á miðilsfundum og hann hélt áfram
að þjarma að spiritistum með eftirfarandi orðum:
„Samkvæmt kenningu spiritista lifa mikil tónskáld líka eftir
dauðann. Þeim ætti þvi að vera innan handar að koma ein-
hverri tónlist i gegn. Getur ekki Silver Rirch (kunnur stjóm-
andi á miðilsfundum) heðið Beetoven um nýja sinfóníu,
Wagner nýja ópem eða getum við ekki fengið aríu frá Puccini,
Verdi, Donizetti, Gounod eða Bellini? Stórskáldin hafa hingað
til verið þögul. Látum okkur nú sjá, hvort tónskáldin geta ekki
hætt úr skák. Það vantar ekki mærðina i Silver Birch. Héma
er því tækifæri til þess að sannfæra fjölda fólks um sannleika
spiritismans. Þetta þarf ekki að vera neitt ábúðarmikið. Bara
ein af síðustu tónsmiðum einhverra þessara tónskálda frá
þessum sviðum, sem spiritistar segja okkur að þeir haldi áfram
að vinna á og taka framförum.“
Á sama tima og þetta var birt í Tomorrow, þá var ekkja
nokkur Rosemary Brown, að nafni, að berjast í fátækt við að
ala upp ungan son og dóttur. Rosemary hafði verið skyggn frá
bernsku, og mundi eftir þvi, að hafa séð í sýn roskinn heldri-
mann, sem sagði henni, að einhvem daginn mjmdi hann og
önnur mikil tónskáld gefa henni fallega tónlist og kenna henni
að spila hana-