Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 18
16
MORGUNN
Vér verðum hvorki allt í einu heilagir menn né englar, og vér
öðlumst og heldur ekki í dauðanum alla speki, svo að vér
vitum og skiljum alla skapaða hluti á himni og jörðu. Vér
erum alveg sömu mennirnir daginn eftir dauðann og vér vor-
um daginn áður; höfum sömu tilhneigingar, skynsemi og
skaplyndi til að bera. Eina breytingin, sem á oss verður, er
sú, að vér losnum við jarðneska líkamann.
En vér skulum nú sjá, hvað þessi eina breyting hefur í för
með sér. Það er þá fyrst og fremst, að likamslausir menn finna
hvorki til sársauka né þreytu. Og þegar eftir andlátið eru þeir
lausir við öll skyldustörf, og geta — margir hverjir í fyrsta
skipti, siðan þeir komust á legg — gefið sig alla við því, sem
þeir hafa mest yndi af. Hér í heimi lifa menn, að kalla má,
í æfilangri ánauð, þvi hartnær öllum er nauðugur einn kost-
ur að vinna til að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Það eru
þvi tiltölulega fáir, að undanskildum listamönnum, sem hafa
verulegan unað af vinnu sinni. Flestir stundum vér þær at-
vinnugreinar, sem oss mundi varla koma til hugar að fást
við, ef annars væri kostur.
1 hinum andlega heimi er auðurinn ekki afl þeirra hluta,
sem gera skal. Um fæði, klæði og húsnæði þurfa menn ekki
að hugsa, þegar þangað er komið. Þar geta allir notið feg-
urðar og gæða lífsins, án þess að kaupa þau dýrum dómum.
Þeir geta farið hvert á land, sem þeir vilja; og ef þeir hafa
unað af að dvelja í fögrum héruðum með hávöxnum skógum,
eða þar sem „himinninn er heiður og blár og hafið skínandi
bjart“, geta þeir farið til hinna fegurstu staða jarðarinnar.
Hafi þeir aftur á móti mætur á einhverjum listum, geta þeir
varið tímanum til að sjá og athuga snilldarverk hinna mestu
listamanna, sem uppi hafa verið. Ef þeir unna t. d. söng og
hljóðfæraslætti, geta þeir svifið úr einum stað í annan og
hlýtt á hinar beztu hljóðfærasveitir eða frægustu tónsnillinga.
1 stuttu móli: Menn geta veitt sér allt það, sem þeir hafa haft
mætur á hér i heimi, nema því aðeins, að það séu líkamlegar
nautnir. Það er því auðsætt, að þeir menn, sem hafa lifað
skynsamlegu lífi og reglulegu, hljóta að verða miklu sælli