Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 65
BÆKUR
63
ur, fjallar þessi heillandi bók Breakthrough to Creativety, sem
hér birtist á íslenzku í þýðingu Esterar B. Vagnsdóttur undir
nafninu Nýjar víddir í mannlegri skynjun.
Þýðingin er yfirleitt svona þokkaleg, en þó verður ekki hjá
komist að gera við hana nokkrar athugasemdir. Bækur sem
þessi eru vandþýddar og þarf þýðandi auk góðrar íslenzku-
kunnáttu, helzt að vera nokkuð lesinn í þessum fræðum, því
ekki má orka tvímælis um skilning. Þá ber að fara mjög var-
lega í myndun nýyrða í þessu sambandi, því það er afarvanda-
samt að skapa ný orð, sem fara vel á íslenzku. Ráðlegg ég
þýðendum um fram allt að forðast það, ef fyrir hendi eru i
málinu góð og gild hugtök um efni útlendra orða. Því miður
hefur verið gerð tilraun til þess í þessari þýðingu og ekki
tekist vel. Er það því verra sem orðið kemur mjög oft fyrir í
bókinni. Þetta orð er „skynnæmur“, sem mér finnst afleitt
orð. Hér er sennilega verið að þýða enska orðið „sensitive",
sem því miður hefur rutt sér nokkuð til rúms í enskunni í
sömu merkingu og orðið „psychic11 (sálrænn). Þá finnst mér
sjálfsagt að hafa eiginnöfn í íslenzkri mynd, ef þau eru til.
Það fer þannig illa á því, að hafa nafnið Diane með öllu óbeygt,
þegar við eigum Diönu. Sama er að segja um nafnið Laura.
Þar er eðlilegast að skrifa Lára og beygja að íslenzkum hætti.
Á bls. 49 er talað um að gefa háskóla kermarastól. Hér hefur
þýðandi ekki áttað sig á orðalaginu „to give a Chair to a uni-
versity11. Það táknar auðvitað ekki að gefa skólanum stól, held-
ur er með þessu orðalagi átt við, að einhver bjóðist til að standa
undir kostnaði við kennslu í háskólanum á einhverju tilteknu
sviði. Þá kann ég ekki við orðalagið „að bera samúð í garð
einhvers“ (bls. 147) í stað að hafa samúð með e-m. Orðið
„filter“, sem notað er á bls. 153 þýðir sjónsia.
Þá er spursmál, hvort við eigum að halda uppteknum hætti
í þýðingum um þessi efni, að hafa skammstöfun erlendra orða
að viðbættum orðum eins og fyrirbæri, eða öðrum íslenzkum
orðum: tala um ESP-fyrirbæri eða HSP-fyrirbæri, eins og
hér er gert. Ekki kann ég við þessa venju. Ef við endilega þurf-
um á skammstöfunum að halda væri nær að þýða fyrst erlendu