Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 7
C. W. LEADBEATER, BISKUP: TIL SYRGJANDI MANNA OG SORGBITINNA 1 dagblöðum landsins birtast daglega minningargreinar um framliðna ástvini. Bera margar þeirra þvi vitni, að höfundur sé þeirrar skoðunar, að ekki sé öllu lokið við lát manns. En oft, eink- um þegar ungt fólk verður að hverfa héðan i blóma lífsins, fær sorgin og söknuðurinn ekki dulizt, enda er erfitt að hugga syrgj- endur. Einn rithöfund þekki ég þó, sem vel hefur að því unnið, en það er ritsnillingurinn dulspaki, Charles Webster Leadbeater, bisk- up. Nafn hans er kunnugt viða um heim fyrir ágætisbækur þær, sem hann hefur ritað og fyrir það, hve skiru ljósi honum er lagið að varpa á torskilin atriði. Enginn maður annar hefur unnið betur að því verki að lyfta hulu þeirri, sem menn nefna dauða, og sýna inn i ljós- og friðarheima, þar sem vanþekkingin hafði uppmálað ógnir og skugga. Hjá honum hafa þúsundir manna fundið hug- svölun og aðstoð, þegar hjörtu þeirra voru harmi lostin vegna ást- vinamissis. Hér á eftir fer ritgerð hans, sem heitir TIL SYRGJ- ANDI MANNA OG SORGBITINNA, í þýðingu Sigurðar Kristó- fers Péturssonar. Æ. R. K. BróSir minn éSa systir! Þú hefur orðið að sjá á bak þeim, sem þú unnir, og ef til vill var hann þér hjartfólgnari en allir aðrir. Þér virðist þú vera orðinn sem einmana í heiminum og líf þitt einskis virði; þér finnst, að gleðin sé nú horfin þér fyrir fullt og allt, og að lif þitt hér eftir verði myrkvað af lamandi sorg og þrá eftir að fá „snortið þá hönd, sem er horfin og heyra þá rödd, sem er þögnuð“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.