Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 24
22 MORGUNN voru valdi stendur til þess að losa þá við áhyggjur og kvíða þessa lífs, svo þeir geti helgað sig hinu æðra lifi. Þeir, sem hafa misst þann, sem þeir leituðu sí og æ ráða hjá i lifanda lífi, ættu nú helzt að reyna til að komast áfram af eigin ram- leik, til þess að verða honum ekki að handbendi, og draga hann inn i þá lífsbaráttu, sem hann er nú laus við. Þess vegna er það mjög mikið góðverk, að taka að sér munaðarlaus hörn, sem ekkert annað liggur fyrir en komast á vonarvöl. Þeir menn og þær konur, sem það gera, hjálpa engu síður hinum látnu aðstandendum þeirra, því að þeir verða til að flýta fyrir þeim að komast í það sæluástand, sem þeir eiga í vændum. Ef hinn látni hefur lagt sterkan trúnað á hinar fáránleg- ustu helvítiskenningar, kvelst hann stundum af ótta fyrir því, sem hann heldur, að hann eigi ef til vill í vændum. En til allrar hamingju eru margir yfir i hinum andlega heirni, sem hafa það starf með höndum að leita þá uppi og veita þeim nauðsynlega fræðslu. Það eru þó ekki aðeins þeir, sem á und- an eru famir, er að þessu starfa. Margir, menn og margar konur, verja öllum nóttum — á meðan líkaminn sefur — til þess að hugga og hughreysta þá, sem nýdánir eru, og koma þeim í skilning um, að allt líf vort, bæði hérna og hinum megin grafar, stefnir að háleitu takmarki. Þrautir manna og þjáningar eiga rót sína að rekja til vanþekkingar; þegar van- þekkingunni er útrýmt, er og þjáningin horfin. Eitt af því hörmulegasta er að verða að sjá á bak ungum hömum og efnilegum. Foreldrarnir standa vanalega eftir sorgbitnir og horfa á hið auða rúm; og þegar þau heyra nú ekki framar hið glaðværa hjal bamsins síns, finnst þeim heimilið verða svo ömurlega hljótt. Hvemig líður hörnunum yfir i hinum andlega heimi? Þau eru ef til vill sælust allra þeirra, sem skilja við þennan heim, og verða hvað sízt vör við, að nokkur veruleg breyting hafi orðið á högum þeirra. Vér verðum og einnig að muna það, að þau verða ekki fyrir neinum ástvinamissi. Þau eru hjá foreldrum sínum, systkin- um og leikfélögum á hverri nóttu. Og á daginn eru þau held- ur aldrei ein. Böm í öðrum heimi safnast saman til leika þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.