Morgunn - 01.06.1977, Blaðsíða 73
BÆK.UR
71
kristnir eða ekki. Um þelta segir hann: „Það finnst ekki staf-
ur um það í Ritningunni, að gera eigi mun á persónum eða
þjóðum, þar eð englarnir láta sig engu skipta persónuleika
Abrahams, fsaks og Jakobs, og sjá engan mun á Gyðingum
og öðrum þjóðum, annan en mismunandi kosti einstakling-
anna“.
Swedenborg segir einnig, að öll börn séu send til himna,
hvort sem þau séu skírð eða ekki, og þar sé þeim bjúkrað og
þau alin upp af englum.
í þessu óskalandi bjartans er kærleikurinn takmarkalaus,
segir Swedenborg. Enda er hér engin tilfinning tima, beldur
einungis breytingar á ástandi. Árstíðaskiptin á þessum guð-
dómlega stað fara eftir tilfinningu hjartans. Sé maður glaður
í hjarta er vor og dögun; sé maður hryggur er vetur og nótt.
Þá er ekki heldur um að ræða fjarlægðir eða rúm í venjuleg-
um skilningi. „Þegar maður færist frá einum stað til annars
er hann fljótari í ferðum ef hann óskar að fara þangað, en
seinni ef hann er tregur til þess“, segir Swedenborg. Kærleik-
urinn er sá öxull sem allt snýst um í þessari paradis Sweden-
borgs. Aldur og elli eru úr sögunni. Þeir sem dáið hafa þreytt-
ir og útslitnir en lifað í kærleika til náunga síns standa aftur
i fullum blóma æsku og fegurðar, sem engin orð fá lýst.
Já, þetta eru aðeins örfá sýnishorn úr lýsingu þessa undar-
lega manns á stað sem hann segist sjálfur hafa heimsótt, og
getur hver haldið um það sem honum gott þykir.
Slíkt frjálslyndi í trúmálum var blátt áfram andleg sprengja
á átjándu öld, enda lokuðu flestir hug sínum og hjarta fyrir
þessum skoðunum. Trúarbrögð sem leyfðu slikt umburðar-
lyndi, að jafnvel Búddhatrúarmönnum, Múhameðstrúarmönn-
um og Gyðingum var hleypt inn í himnaríki, voru ríkjandi
trúarskoðunum blátt áfram stórhættuleg. En Swedenborg bjó
yfir óttaleysi þess, sem telur sig þjón sannleikans. Hann
dreifði afritum af verkum sínum um meginlandið og óskaði
eftir umsögnum um þau. „En ekki ein einasta rödd svaraði“,
eins og hann komst að orði. Var þetta þá allt unnið fyrir gýg?
Nei. Það voru menn uppi á þessu tímabili, sem töldu fulla