Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 18

Morgunn - 01.06.1977, Síða 18
16 MORGUNN Vér verðum hvorki allt í einu heilagir menn né englar, og vér öðlumst og heldur ekki í dauðanum alla speki, svo að vér vitum og skiljum alla skapaða hluti á himni og jörðu. Vér erum alveg sömu mennirnir daginn eftir dauðann og vér vor- um daginn áður; höfum sömu tilhneigingar, skynsemi og skaplyndi til að bera. Eina breytingin, sem á oss verður, er sú, að vér losnum við jarðneska líkamann. En vér skulum nú sjá, hvað þessi eina breyting hefur í för með sér. Það er þá fyrst og fremst, að likamslausir menn finna hvorki til sársauka né þreytu. Og þegar eftir andlátið eru þeir lausir við öll skyldustörf, og geta — margir hverjir í fyrsta skipti, siðan þeir komust á legg — gefið sig alla við því, sem þeir hafa mest yndi af. Hér í heimi lifa menn, að kalla má, í æfilangri ánauð, þvi hartnær öllum er nauðugur einn kost- ur að vinna til að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Það eru þvi tiltölulega fáir, að undanskildum listamönnum, sem hafa verulegan unað af vinnu sinni. Flestir stundum vér þær at- vinnugreinar, sem oss mundi varla koma til hugar að fást við, ef annars væri kostur. 1 hinum andlega heimi er auðurinn ekki afl þeirra hluta, sem gera skal. Um fæði, klæði og húsnæði þurfa menn ekki að hugsa, þegar þangað er komið. Þar geta allir notið feg- urðar og gæða lífsins, án þess að kaupa þau dýrum dómum. Þeir geta farið hvert á land, sem þeir vilja; og ef þeir hafa unað af að dvelja í fögrum héruðum með hávöxnum skógum, eða þar sem „himinninn er heiður og blár og hafið skínandi bjart“, geta þeir farið til hinna fegurstu staða jarðarinnar. Hafi þeir aftur á móti mætur á einhverjum listum, geta þeir varið tímanum til að sjá og athuga snilldarverk hinna mestu listamanna, sem uppi hafa verið. Ef þeir unna t. d. söng og hljóðfæraslætti, geta þeir svifið úr einum stað í annan og hlýtt á hinar beztu hljóðfærasveitir eða frægustu tónsnillinga. 1 stuttu móli: Menn geta veitt sér allt það, sem þeir hafa haft mætur á hér i heimi, nema því aðeins, að það séu líkamlegar nautnir. Það er því auðsætt, að þeir menn, sem hafa lifað skynsamlegu lífi og reglulegu, hljóta að verða miklu sælli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.