Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Síða 11

Morgunn - 01.06.1987, Síða 11
angrun í þaki, gert við þakið og það málað. Viðhald á húsnæð- inu er starf sem aldrei má falla alveg niður. Utgáfumál: Fréttabréfið var sent út í apríl 1986 og janúar 1987 með fréttir af starfi félagsins. Tímaritið Morgunn kom út tvisvar á árinu. Undir ritstjórn Sigurbjörns Svavarssonar hefur tímaritið vakið athygli fyrir fræðandi og nýstárlegt efni um andleg mál. Lokaorð: Ef mig misminnir ekki var það á aðalfundi 1978 að ég kom inn á stjórn Sálarrannsóknafélagsins. Tvö síðastliðin ár hef ég verið forseti þessa félags. í þessu starfi hef ég haft tækifæri til að koma á framfæri þeim hugmyndum sem ég tel að félag eins og þetta ætti að hafa að leiðarl jósi. Mig langar til að draga þessar hugmyndir saman í örstuttu máli. í fyrsta lagi: Þetta félag er verkfæri fólks sem er leitendur í andlegum málum. Þetta er ekki félaga þeirra sem hafa fundið sannleikann heldur þeirra sem eru að leita sannleikans. í öðru lagi: í félagi koma menn sér saman um þá leið sem á að fara að þessu marki, sannleikanum. Og menn koma sér saman um þær aðferðir sem beita skal til að Ieiða sannleikann í ljós. í þriðja lagi: Aðferðir og leiðir eru breytilegar. Þær breytast með ólíkum manngerðum sem veljast til forystu og þær breytast með tíðarandanum og breyttum ytri aðstæðum. Vissulega eru venjur og hefðir nauðsynleg kjölfesta en félag má heldur ekki verða að steini í dögun nýrra tíma. Af þessu leiðir óhjákvæmilega tvennt. Annarsvegar þurfum við að þekkja fortíð okkar, meta nútíðina og spá í framtíðina. Með öðrum orðum, við þurfum að vera vel meðvituð um sögu félagsins og hugmyndakerfi, stöðu þessa í samtímanum og hlut- verk í mótun framtíðar. Hinsvegar þurfum við að kanna vitundina, dýpt hennar og vídd, mátt hennar og fegurð. Þar er sannleikann um manninn að finna. Þetta hefur í sem allra stystu máli verið verkefni og markmið stjórnarinnar þau tvö ár sem ég hef verið í forsæti. morgunn 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.