Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 13

Morgunn - 01.06.1987, Page 13
FRANK B. DILLEN. Erindi flutt á 23. árs þingi „Parpsychological Association" í Reykjavík 1980. Hvað er rangt við huga án líkama? Hugir án líkama eru ekki í mótsögn við almenna skynsemi né vísindi. Hugir án líkama eru (para) dul-vísindalegir, en eru ekki í mótsögn við efnisleg vísindi. Vísindamaður gæti hunsað slíka tilveru á grundvelli þess að aðferðafræði efnisvísindanna taki ekki til slíks. En við nánari skoðun sæi hann að ekki væir þörf á að skýla sér bak við þá kenningu, þar sem það afsannaði ekki tilveru huga án líkama. Slík tilvera hefur engan bás í efnislegri útgáfu vísindanna vegna þess að þau vísindi ætla henni ekki pláss þar. Occaiu’s egginn gerir ráð fyrir að líkamlausir hugar séu dul-vís- indalegir, það gerir einnig ráð fyrir að venjulegur hugur í lík- ama sé einhig dul-vísindalegur, og það er þetta sem þessi rit- gerð fjallar um. I. Hugir án líkama og orka þeirra Við mennirnir gerum ráð fyrir huga jafnt sem heila. Reynsla okkar í heiminum passar inn í kenningar Decartes og Platons en ekki inn í rafeðlisfræðina. Heimur okkar skynjar liti og hljóð en ekki bara mismunandi bylgjutíðnir mælitækjanna. Við skynjum heim okkar sem tvöfaldann. Við vitum að við getum leynt hugsunum okkar fyrir þeim sem fylgjast með hegðún okkar, því hún segir ekki allt. Við getum gert okkur upp höfuð- verk, eða fögnuð, við vitum líka að aðrir geta aðeins komist að morgunn 11

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.