Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 20

Morgunn - 01.06.1987, Side 20
Hér á eftir mun vera fjallað um þessa spurningar. Pað er rétt að benda á það hér að spurningin um einstaklingsvitund (þekkja sjálfan sig) huga án líkama er nátend sömu spurningu um huga í líkama. Einnig er rétt að benda á að hvorki er hægt að þekkja hug í eða utan iíkama með nokkurri vissu. (Er það öruggt að þeir séu það sem þeir sjálfir eða vinir þeirra halda að þeir séu). Áhangendur Decartes geta velkst í Decartesiskum vafa og möguleikum á því að hafa rangt fyrir sér, fyrir þeim er það eðlislægt viðhorf til sjálfsins. Gerum ráð fyrir að áhangandi kenninga Decartes um sálina sé tengdur líkama á venjulega hátt en verði skyndilega úr tengslum við þann líkama, verði án líkama. Þetta gæti komið fram eins og reynsla utan líkama, þar sem sálin á ekki kost á því að tengjast líkama aftur eða við dauðann (þó að kenningin um að sálin fari sjálfkrafa úr líkamanum rugli mig) eða þetta gæti jafnvel gerst þegar sálin ruglaðist á hvaða líkama hún ætti að til- heyra í öllum þessum fjölda líkama. (Minnist þess að sálin er ekki í líkama sínum, eða er tengd við líkamann á neinn vélræn- an hátt. Skildi aldrei vera vafamál hvaða líkama sálin eigi að knýja áfram?) Veldu þér hvaða atburðarás sem þú vilt og eftir- farandi spurningar munu koma upp í hugann. Ef sálin er ekki tengd líkama sínum, hver er það þá? Óundirbúið svar myndi kannski vera að það væri sama sálin og alltaf hafi verið. En það svar er ekki mögulegt. Hver er sú sál? Annað svar gæti verið að benda á líkaman og segja sem svo að hann væri yfirgefin og sálin sem nýlega knúði hann væri þekkt sem x. En hvernig gætum við vitað að það sé sama sálin? Þegar persónan yfirgefur herbergi og kemur inn í annað get- um við fylgst með henni, þegar það gerist. Ef hún veltir fyrir sér hvort hún hafi verið í þessu herbergi áður (gerum ráð fyrir stundargleymska) getum við fullvissað hana að við höfum séð líkama •hennar yfirgefa herbergið rétt áður en hún kom inn í þetta herbergi. En hver getur fylgst með þegar sá yfirgefur lík- ama og fylgt þeim til núverandi „staðar“ og fullvissað hana að hún hafi í raun yfirgefið líkaman sem hún heldur að hún hafi yfirgefið? 18 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.