Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 34

Morgunn - 01.06.1987, Page 34
litina. Nokkrir þeirra voru einnig næmir fyrir segulsviði jarðar og gátu aðeins sofið með höfuð í norður og fætur í suður. Kváð- ust þeir fá höfuðverk, ef út af þessu væri brugðið. Eru allar þessar skýrslur Reichenbachs vel þess virði að rannsaka þær. Goethe hafði einnig aldarfjórðungi áður, gert svipaðar upp- götvanir eins og sjá má í ritum hans, þar sem hann minnist á geilsablik umhverfis jurtir sem hann segir sumt fólk sjá. Upp- götvanir sínar birtir hann í ritinu. Kenningin um eðli lita („A Theory of Color“) sem út kom árið 1810. Kenningar Goethe vöktu ekki mikil andmæli í samanburði við það sem síðar varð um kenningar Reichenbachs. Reichen- bach setti fram kenningar um „streymi", „streymiorku" og „streymiljós“ og mættu þær öflugri mótstöðu margra þálifandi vísindamanna, sem algjörlega neituðu að líta á tilraunir hans. Sú hugmynd, sem birtist í þessum kenningum virtist þeim svo fjarstæðukennd að þeir töldu vonlaust að nokkrar tilraunir af þessu tagi gætu breytt skoðunum þeirra. Tilraunir Reichenbachs til að fá þessar nýju kenningar sínar um áður óþekkt náttúrulögmál viðurkenndar, urðu því að engu, og vísindalegar niðurstöður hans voru að engu hafðar. Rannsóknir Reichenbachs voru þó engu að síður rnjög merkilegar, einkum það að hann skyldi uppgötva, að til voru menn, sem skynjuðu áður óþekkt orkusvið, sem aðeins fáir gátu séð. Nú er okkur kunnugt um mörg orkusvið, sem hinn fimrn skilningarvit mannsins geta ekki greint, en stöðugt er ver- ið að finna upp ný tæki og búnað til að finna þessi áður óþekktu orkusvið. Samtíma Reichenbach var einnig í Bandaríkjunum maður, sem hafði veitt athygli ýmsum óvenjulegum hæfileikum sem sumt fólk bjó yfir, Pessir maður var dr. Joseph Rodes Buchan- an, bandarískur læknir og rithöfundur, og virðist sem hann hafi eins og af tilviljun uppgötvað þessa hæfileika. Hann kom fyrstur fram með hugtakið hlutskyggni (psychometry), sem síðan hefur verið notað. Buchanan var undrabarn. Hann var ekki nema sex ára þegar hann var orðinn vel að sér í flatarmálsfræði og stjörnufræði og tólf ára að aldri byrjaði hann að nema lög í háskóla. Árið 1842 32 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.