Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunn - 01.06.1987, Blaðsíða 34
litina. Nokkrir þeirra voru einnig næmir fyrir segulsviði jarðar og gátu aðeins sofið með höfuð í norður og fætur í suður. Kváð- ust þeir fá höfuðverk, ef út af þessu væri brugðið. Eru allar þessar skýrslur Reichenbachs vel þess virði að rannsaka þær. Goethe hafði einnig aldarfjórðungi áður, gert svipaðar upp- götvanir eins og sjá má í ritum hans, þar sem hann minnist á geilsablik umhverfis jurtir sem hann segir sumt fólk sjá. Upp- götvanir sínar birtir hann í ritinu. Kenningin um eðli lita („A Theory of Color“) sem út kom árið 1810. Kenningar Goethe vöktu ekki mikil andmæli í samanburði við það sem síðar varð um kenningar Reichenbachs. Reichen- bach setti fram kenningar um „streymi", „streymiorku" og „streymiljós“ og mættu þær öflugri mótstöðu margra þálifandi vísindamanna, sem algjörlega neituðu að líta á tilraunir hans. Sú hugmynd, sem birtist í þessum kenningum virtist þeim svo fjarstæðukennd að þeir töldu vonlaust að nokkrar tilraunir af þessu tagi gætu breytt skoðunum þeirra. Tilraunir Reichenbachs til að fá þessar nýju kenningar sínar um áður óþekkt náttúrulögmál viðurkenndar, urðu því að engu, og vísindalegar niðurstöður hans voru að engu hafðar. Rannsóknir Reichenbachs voru þó engu að síður rnjög merkilegar, einkum það að hann skyldi uppgötva, að til voru menn, sem skynjuðu áður óþekkt orkusvið, sem aðeins fáir gátu séð. Nú er okkur kunnugt um mörg orkusvið, sem hinn fimrn skilningarvit mannsins geta ekki greint, en stöðugt er ver- ið að finna upp ný tæki og búnað til að finna þessi áður óþekktu orkusvið. Samtíma Reichenbach var einnig í Bandaríkjunum maður, sem hafði veitt athygli ýmsum óvenjulegum hæfileikum sem sumt fólk bjó yfir, Pessir maður var dr. Joseph Rodes Buchan- an, bandarískur læknir og rithöfundur, og virðist sem hann hafi eins og af tilviljun uppgötvað þessa hæfileika. Hann kom fyrstur fram með hugtakið hlutskyggni (psychometry), sem síðan hefur verið notað. Buchanan var undrabarn. Hann var ekki nema sex ára þegar hann var orðinn vel að sér í flatarmálsfræði og stjörnufræði og tólf ára að aldri byrjaði hann að nema lög í háskóla. Árið 1842 32 MORGUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.