Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 35

Morgunn - 01.06.1987, Page 35
útskrifaðist hann sem læknir frá háskólanum í Louisville og helgaði sig síðan læknisfræðinni að mestu. Átján ára að aldri átti hann samtal við Polk biskup ensku biskupakirkjunnar og komst þá að því að biskupinn bjó yfir óvenjulegum næmleika gagnvart málmum og fékk Buchanan strax áhuga á þessu fyrirbæri. Sagði biskupinn honum að væri hann var staddur í dimmu herbergi, þar sem hann kæmist í snertingu við látún, fengi hann samstundis óþægilegt málm- bragð í munninn og minnti þessi málmur sig alltaf á þetta sér- kennilega bragð. Svo virðist sem hann hafði með snertingu einni saman geta fundið „bragð“ af fleiri málmum, en hver málmur haft sinn sérstaka keim. Buchanan hafði lifandi áhuga á öllu, sem gæti miðað að fram- förum og nýjum uppgötvunum á vísandasviðinu og lét ekkert slíkt fram hjá sér fara, þótt aðrir létu sig það oft engu skipta. Buchanan fékk strax mikinn áhuga á hinum einkennilegu hæfi- leikum Polk biskups og einsetti sér að komast að því hvort skýr- ínga á þessum hæfileikum væri að finna í taugakerfi mannsins, því að læknisfræðin var þá orðin meginviðfangsefni hans. Hann byrjaði þegar að leita að fleiri einstaklingum, sem gæddir væru þessum sömu hæfileikum. Til þess að ganga úr skugga um næmleika þeirra, var hann vanur að fá þeim í hendur málma af ýmsum tegundum án þess að þeir vissu hvaða tegund hver þeirra væri. Síðan spurði hann þá hvort þeir yrði varir við nokkur sérstök áhrif, Petta bar þann árangur, að hann uppgötv- aði stóran hóp einstaklinga, sem gæddir voru sömu hæfileikum og Polk biskup og fundu „bragð“ af málmum á sama hátt og hann. Hann fann fjölda manna, sem fundið gátu „bragð“ af málmum með því að snerta þá. Af hópi, sem valinn var af hand- ahófi var stundum helmingurinn gæddur þessum hæfileikum í misjafnlega ríkum mæli. Buchanan datt í huga að ef til vill væri sams konar næmleiki til gagnvart fleiri efnum og innan skamms uppgötvaði hann fleiri tegundir af næmleika hjá fólki en hann hafði ímyndað sér að væru til. Nú fór hann að gera tilraunir með læknastúdentana, sem hann kenndi. Hann lét þá fá í hönd sér ýmsar lyfjatengund- ir, sem þeir áttu að halda á meðan á fyrirlestri stóð og án þess morgunn 33

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.