Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 41

Morgunn - 01.06.1987, Side 41
molinn hefði verið frá sama stað og sá fyrri og væri það skýring- in á „mistöku" hennar. Allar skýrslur Dentons varðandi þessar rannsóknir eru mjög nákvæmar og er það ekki síst þess vegna sem þær hafa svo mik- ið gildi. Ég er ekki í neinum vafa um að hægt verður að finna margt fólk á meðal okkar í dag, sem býr yfir sams konar hæfi- leikum, og jafn miklum. Nokkra þessara manna er ég þegar sjálf byrjuð að rannsaka. Dr. E. D. Babbit, bandarískur læknir og rithöfundur, var einnig í hópi þeirra vísindamanna 19. aldar, sem áhuga höfu á hlutskyggni. Samstarfsmaður hans var dr. Maria B. Hayden en hún var gædd mikilli skyggnigáfu. Um nokkurra ára skeið hafði hún verið ráðin hjá trygginga- félagi einu í New York, Globe Insurance Company, vegna hæfi- leika sinna, til að skyggna rithönd tilvonandi viðskiptavina og athuga hvort trygging þeirra yrði hagkvæm. í því sambandi segir dr. Babbitt frá ýmsu athyglisverðu. Maður nokkur vildi fá sig tryggðan hjá tryggingafélaginu fyrir tíu þúsund pund og hafði læknir tryggingafélagsins skoðað manninn og talið hann við bestu heilsu. Þegar Maria Hayden kvað upp þann úrskurð, el'tir að hafa haldið á blaði með eigin- handarskrift mannsins, að hann myndi deyja innan átta vikna, frestaði félagið tryggingu hans um tíma, en maðurinn dó úr hjartaslagi sjö vikum síðar. í annað skipti hafði dr. Hayden talið að umsækjandi einn mundi ráða sjálfum sér bana innan eins árs, en umboðsmaður- inn áleit þetta heldur ósennilegt og veitti manninum tryggingu. Það kom seinna á daginn að maðurinn fór að fá þunglyndisköst og áður en árið var liðið hafði hann stytt sér aldur. Á fyrri árum ævinnar gerði Babbitt margar tilrauni á skyn- næmu fólki og skrifaði nákvæmar skýrslur um rannsóknir sínar. Á efri árum sínum öðlaðist hann sjálfur talsverða skyggnigáfu, og gat þá lagt á þessar rannsóknir enn raunhæfara mat en áður. í bók sinni „Lögmál ljóss og lita“ leggur hann grundvöllinn að ljóslækningum í Evrópu á síðari tímum. í sömu bók ræðir hann einnig um ýmsa HSP-hæfileika og þar á meðal um hlutskyggni. morgunn 39

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.