Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 65

Morgunn - 01.06.1987, Page 65
sem bestum árangri hefur náö á þessu sviði, sé hinn breski fræðimaður á sviði sígildra fræða, Gilbert Murray prófessor. Með dætrum sínum, en þó að öllum jafnaði að einhverjum gagnrýnendum viðstöddum, gerði hann margar tilraunir á þessu sviði á árunum 1910 til 1915. í tilraunum þessu var hann sjálfur viðtakandinn. Murray Iýsir aðferðum sínum á þessa lund: (4) „Ég fer út úr herberginu og auðvitað svo langt þaðan, að ég megi ekki nema mál manna. Einhver þeirra, sem eftir er í her- berginu, venjulega elsta dóttir mín, hugsar sér svipsmynd eða atvik eða beinir huganum að einhverju, sem henni er hugleikið og lýsir því fyrir þeim, sem hjá henni eru í herberginu. Eru lýs- ingar hennar þá skráðar og síðan er ég kallaður inn í herbergið aftur. Er ég kem inn, tek ég í hönd dóttur minnar og lýsi síðan í smáatriðumm því, sem hún hefur hugsað, ef mér tekst vel uPP • • •“ Hér er eitt dæmi um þetta: Agnes Murray (sem þá var send- andinn) hugsar sér fjarstæðurkennda sviðsmynd, þar sem Terence, bróðursonur Murrays prófessors, stendur á hæð uppi af Marneánni með Napóleon keisara sér við hlið og þeir virða fyrir sér deildir stórskotaliðsins niðri í árdalnum. Murray prófessor segir, er hann gengur inn í herbergið: „Hér er um hernaðarmynd að ræða. Mér tekst ekki að greina það til fullnustu, hvaða menn það eru, sem þarna standa, en þeir eru að virða fyrir sér stórskotaliðið, sem er fyrir neðan þá . . . Ég heyri byssukúlur springa. Mér virðist hann Terence vera þarna ásamt einhverjum öðrum manni; ég held að ég sé ekki kunnug- ur þeim manni . . . Nei, ég get ekki komið honum fyrir mig.“ Þegar maður hugsar til þess stjarnfræðilega fjölda af hug- myndum, sem dóttir Murrays gat brugðið upp fyrir hugskots- sjónum sínum, hlýtur manni að finnast það undrun sæta að prófessornum skyldi takast að lýsa þeim til fullnustu í 33 tilvik- um af hundraði og að hluta í 28 tilvikum. í öðrum tilraunaflokki á árunum 1916 til 1942 tókst Murray prófessor að gefa réttarlýs- ingar í 36 tilvikum af hverjum hundrað. Sálfræðingurinn Sigmund Freud varð svo hrifinn af þessum tilraunum Murrays, að hann sagðist nú vera þess albúinn að láta af vantrú sinni á hugsanaflutning. morgunn 63

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.