Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 66

Morgunn - 01.06.1987, Side 66
Hér má sjá dæmi þess að viðtakendum tókst nokkurn veginn að skrá réttar myndir við tilraunir í hugsanaflutningi. Það má telja athyglisvert við myndina af klofnu veifunni, að hana dró viðtakandi upp áður en myndin af breska fánanum var send af stað (þar mun því öllu heldur hafa verið um forvitrun en viðtöku hugsanasendinga að ræða) og þar kemur myndin fram hjá viðtakanda eins og spegilmynd. í staðinn fyr- ir formbrauð teiknaði viðtakandi mynd af óreglulegu bændabrauði. Slíkrar ónákvæmni verður gjarna vart á sviði hugsanaflutnings. Ofan- nefnd dæmi eru tekin frá tilraunum þeim, sem Anthony Cornell stóð að 1964 úr flugvél. Hafði hann með sér tvo „sendendur" og var annar þeirra undir dáleiðsluáhrifum á meðan á sendingum stóð á fluginu frá London til Glasgow. Pað þótti sérstætt atvik í sambandi við þessa til- raun, að þrír „viðtakendur“, einn í Nottingham, annar í London og sá þriðji í Surrey, skráðu hver um sig niður „höfuðmynd af þýskum flokksforingja“, sem hreint ekki var með í myndum sendinganna. Sú er lielst talin skýring á því, að á rr.illi þeirra hafi, að þeim óvörum, farið hugskeyti í þá átt, utan við og óháð aðaltilrauninni! Birt með leyfi „Sunday Telegraph". Bandaríski rithöfundurinn Upton Sinclair fékkst einnig við tilraunir með hugsanaflutning með góðum árangri. Pessar til- raunir gerði hann með aðstoð konu sinnar á árinu 1928. Til- raunirnar fólust í því, að frú Sinclair skyldi veita viðtöku hugs- unum eiginmanns síns og síðan draga á blað þær myndir, sem hann einbeitti huga sínum að hverju sinni. Einnig hér tókst oft furðu vel til: Útlínur teikninga frúarinnar reyndust í mörgum 64 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.