Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 74

Morgunn - 01.06.1987, Page 74
Átta árum síðar, árið 1942, kom hann af tilviljun auga á það sannanagildi, sem skráning þessara tilrauna fól í sér. Er hér var komið, hafði reynslan fært honum heim sanninn um það að niðurstöður urðu lakari er leið að lokum hvers „spilaágiskana- kafla“ og þá einnig framanaf næsta ágiskunarkafla, þannig, að skráðar niðrustöður sýndu þar reglubundnar árangurssveiflur. Gæti nú ekki verið, að tengingakastið sýndi svipaða eiginleika hvað niðurstöður varðaði? Þau hjónin tóku því að athuga skráningar sínar á niðurstöðum tengingatilraunanna. Og viti menn, þar kom hið sama fram. Dr. Rhine taldi það því liggja Ijóst fyrir, að það var eitthvað í huga þeirra, sem tekið höfðu þátt í tenginsköstunum, sem hafði áhrif á það, hvernig tenging- arnir féllu, en hitt blasti og við, að árangurinn var lélegri, er þreyta tók að leita á. Þessar niðurstöður hans hlutu líka fulla staðfestingu í samkonar tilraunum við tvo bandaríska háskóla síðar. Að áliti dr. Rhine virðist áhrifanna á teningana fyrst gæta á stefnu þeirra þegar þeir velta. Fjárhættuspilarar skyldu þó hafa það hugfast, að það sem gerlegt er í kunnuglegu andrúmslofti kyrrlátrar háskólastofu kanna að reynast torvelt að endurtaka í erli og reykjasvælu spilavítis! Á síðustu áratugum hafa rannsóknir á PK - hughreyfiokru - verið kappsamlega stundaðar. Á seinni árum hafa tveir franskir vísindamenn, Remy Chauvin og Jean-Pierre Genthon, notað úran og geisiunarmæli (geigermæli) við rannsóknir sínar. Hafa þcir látið á það reyna, hvort nienn gætu haft áhrif til aukningar eða minnkunar á útgeislun úransins með viljaorku sinni, og var fylgst með árangrinum á geigermælinum. Þeir náðu mjög at- hyglisverðum árangri í þessum efnum með tveimur þrettán ára gömlum drengjum (og kemur þar enn sem oftar fram ábending um hið eðlisdulda orkumagn sálarlífsins á gelgjuskeiðinu). Segja má að enn séu á byrjunarskeiði tilraunir með hæfileika einstakra aðila til þess að varpa, með viljakrafti sínum einum fram útlínumyndum á ljósnæm efni. Takist mönnum að fá fram óyggjandi dæmi um slík fyrirbæri, hlýtur það að teljast enn ein sönnunin fyrri eðlisduldum orkusendingum mannshugans til áhrifa á „lífvana“ efni. 72 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.