Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Síða 76

Morgunn - 01.06.1987, Síða 76
meðvitundarinnar. Psi er „eðlisdulið", en allt að einu eðlilegt. Það liggur ljóst fyrir, að það er einnig til hjá dýrum sem „ó- sjálfráð vitund“ og jafnvel forvitrun -1. d. fyrir náttúruhamfarir - svo sem fjölmörg dæmi sanna hjá ýmsum dýrategundum. Psi birtist heilanum sem innblásturslík leiftur frá undirmeð- vitundinni með þeim hætti, sem menn eiga enn engar skýringar á. Svo þýðingarmikið sem það hlýtur að reynast skilningi okkar á mannlegri hegðun, samleiks huga og heilastarfsemi, anda og efnis, þá hefur vísindunum enn skotist yfir að kanna það til nokkurrar hlítar allt til þessa. Pví verður heldur ekki neitað, að enn kjósa ýmsir vísindamenn að leiða þetta alvörumál sem mest hjá sér. Leyndardómar Psi-sins hafa þó orðið mörgum leitandi sálum áleitið úrlausnarefni, allt frá því er rannsóknir færðu mönnum heim sanninn um að þar væri um annað og meira en einbera ímyndun að ræða. Leit manna að Iausn þessarar ráðgátu hefur þó á síðustu árum komist á það stig að eiga sér upphaf að „kenningum á sviði dulsálarfræði“. Höfuðkenningin er sú, að til sé það, sem nefnist psi-svið. Við höfum vissu fyrir því, að efnsissvið getur tileinkað sér ný gildi langt umfram þá einstaka þætti þess, sem í upphafi kunna að vera fyrir hendi. Út frá þessum niðurstöðum hefur Gardner Murphy prófessor ályktað, að undirvitund tveggja eða fleiri manna kunni að mynda samstarfssvið, sem reynist þess umkom- ið að yfirstíga allar þær takmarkanir, sem taldar eru tíma og rúmi eðlislægar samkvæmt fyrri reynslu manna. Aðrir halda því fram að psi-sviðið búi í varanlegu sambýli við hið efnislega svið tilverunnar. Með því að tengja þennan sviðskilning þeim niður- stöðum, sem hann hefur komist að við rannsóknir sínar á sviði taugalíffræði, hefur dr. Andrija Puharich boðað tilveru þess, sem hann nefnir „psi-plasma“. (6) Hver efnisleg smáeind er umlukin sínu eigin sviði. Samkvæmt kenningu Puharichs er þetta svið umkringt og tengt, fyrir áhrif þyngdaraflsins, efnislausu psi-plasmasviði. í hvert sinn sem eitt- hvert lát verður á þyngdarvæginu, mun sú breyting losa um það afl, sem tengir hin tvö svið og auka sviðsrúm psi-plasmans og gera það fyrirferðarmeira. 74 MORGUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.