Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 79

Morgunn - 01.06.1987, Side 79
óyggjandi sannanakeðju, sem ein getur haggað vanabundnum viðhorfum vísindanna. Þetta þarf engan að undra. Mannlegur heili er ógnvekjandi tálmi á vegi tilrauna á sviði sálrænna rannsókna. Þetta líffæri hefur þróast á þá lund, að það hefur orðið eðlilegur varnarvegg- ur gegn öllum viðhorfum, sem - að minnsta kosti hjá tæknilega hugvæddum menningarhópum - ekki þjóna nánustu þörfum lífsbaráttunnar. Þar sem innblásinnar andagiftar gætir virðist hún fremur skjóta upp kollinum þrátt fyrir mannsheilann en vegna hans. Það, sem við köllum vísindaskáldskap - science fiction - tek- ur að vísu hið eðlisdulda (paranormal) upp á arma sína. Rit- höfundar slíkra bókmennta gæða sögupersónur sínar hugsend- ingahæfileikum, huglægum líkama- og hlutsendingum, efnisaf- væðingu og endurvæðingu. En annað veifið benda ýmsir hæ- verskari aðilar okkur á, að ýmsar greinar vísinda hafi náð þeim árangri, sem enginn hefði látið sér til hugar koma fyrir manns- aldri eða svo. Ástæðulaust er þó að láta hér við það eitt sitja að bíða og brjóta um það heilann, hvort rannsóknir í tilraunastofun kunna brátt að leysa ráðgátuna um psi. Til eru aðrar leiðir og aðrir frumherjar, sem þegar hafa sótt mun lengra inn í dularheima alnærveru og tímafrelsis mannlegs hugar. Látum okkur nú sjá, hvort í annálum þeirra kunni ekki að leynast einhverjir þeir forvitnisfjársjóðir, sem vert væri að skyggnast í. Úr bókinni Himinn, Jörð og Hugur manns. V íkurútgáfan 1979. morgunn 77

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.