Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 18
MORGUNN
Yama og niyama
Ágústa Stefánsdóttir
Siðferðislögmál jóga er byggt upp af tveimur flokkum, sem
eru fimm lögmál hvert. Annars vegar yama (jama) sem hefur
beint með hegðun okkar að gera, með því að hvetja okkur til
að láta af óheilbrigðum hugsunum og gerðum og um leið að
taka upp heilbrigðar athafnir. Hins vegar niyama (níjama), sem
eru fimm lögmál sem hjálpa okkur að skapa okkur þannig
umhverfi að við getum betur þroskast og dafnað. Við fæðumst
öll með rétt gildismat, þ.e. við metum mikils eiginleika eins og
góðvild, hreinskilni, ábyrgð, hreinleika o.s.frv. Innst inni sækj-
umst við öll eftir kærleika, en þjóðfélagsleg öfl toga okkur frá
því sem hjartað veit og inn í flækjur egósins (sjálfshyggjunnar)
og óttann, sem er andstæða kærleikans.
Hér á eftir fer stutt ágrip af þessum 10 lögmálum:
Ahimsa (a-hing-sa) = góðvild
Ofbeldisverk eru oftast framin í okkar þjóðfélagi af þeim sem
eru að reyna að verða sér úti um sjálfsímynd, að verja sjálfs-
ímynd sína eða til að sýna að þeir skipti líka máli.
Kjarni ahimsa er að iðka góðvild í daglegu lífi sínu,
góðvild til sjálfs sín, til annarra og í ákvarðanatöku um félags-
leg og pólitísk málefni. Ahimsa þýðir ekki að láta af ofbeldi,
því heimurinn okkar byggist á ofbeldi. Við lifum ekki eina
mínútu án þess að taka líf fjölda örvera. Tilgangurinn með
ahimsa er að vera meðvitaður urn tilhneigingu okkar til að
valda skaða og að velja þá leið í hvert skipti fyrir sig þar sem
minnstur skaði hlýst af.
16