Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 18
MORGUNN Yama og niyama Ágústa Stefánsdóttir Siðferðislögmál jóga er byggt upp af tveimur flokkum, sem eru fimm lögmál hvert. Annars vegar yama (jama) sem hefur beint með hegðun okkar að gera, með því að hvetja okkur til að láta af óheilbrigðum hugsunum og gerðum og um leið að taka upp heilbrigðar athafnir. Hins vegar niyama (níjama), sem eru fimm lögmál sem hjálpa okkur að skapa okkur þannig umhverfi að við getum betur þroskast og dafnað. Við fæðumst öll með rétt gildismat, þ.e. við metum mikils eiginleika eins og góðvild, hreinskilni, ábyrgð, hreinleika o.s.frv. Innst inni sækj- umst við öll eftir kærleika, en þjóðfélagsleg öfl toga okkur frá því sem hjartað veit og inn í flækjur egósins (sjálfshyggjunnar) og óttann, sem er andstæða kærleikans. Hér á eftir fer stutt ágrip af þessum 10 lögmálum: Ahimsa (a-hing-sa) = góðvild Ofbeldisverk eru oftast framin í okkar þjóðfélagi af þeim sem eru að reyna að verða sér úti um sjálfsímynd, að verja sjálfs- ímynd sína eða til að sýna að þeir skipti líka máli. Kjarni ahimsa er að iðka góðvild í daglegu lífi sínu, góðvild til sjálfs sín, til annarra og í ákvarðanatöku um félags- leg og pólitísk málefni. Ahimsa þýðir ekki að láta af ofbeldi, því heimurinn okkar byggist á ofbeldi. Við lifum ekki eina mínútu án þess að taka líf fjölda örvera. Tilgangurinn með ahimsa er að vera meðvitaður urn tilhneigingu okkar til að valda skaða og að velja þá leið í hvert skipti fyrir sig þar sem minnstur skaði hlýst af. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.