Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 28
MORGUNN æðstu vitundina í hjarta sínu, sama hverju nafni það hefur verið nefnt. Líkamleg reynsla, tilfinningaleg og huglæg reynsla eru mismunandi, bæði hérna megin grafar og að ein- hverju leyti áreiðanlega líka hinum megin. En það andlega, er það sem tengir okkur saman og sameinar okkur í ást, og á því verðum við að byggja mannleg gildi okkar og engu öðru og þar með mannlegt samfélag. Að hve miklu leyti við getum munað eftir þessari ást, þessu bandi sem bindur allt í alheiminum saman, virðist vera afgerandi þáttur í andlegri þróun okkar hér á jörðinni. Ef ég mætti vitna í Paramahansa Yogananda: „Drottinn skapaði ekki heiminn til að kvelja okkur, heldur til að reyna okkur. Og tilgangurinn er að sjá hvort okkur tekst að halda huganum staðföstum í honum á meðan við rækjum skyldur okkar í efnisheiminum. Hvort við getum lært að vera í þessum heimi án þess að týna okkur í honum. Einhvers staðar innra með okkur öllum lifir minningin og vitundin um þetta lögmál alheimsins - hina æðstu eða guðlegu ást. Við þráum hana og við leitum hennar - á furðulegustu stöðum - oftast á vitlausum stöðum, á stöðum myrkurs í stað ljóss - og uppskeran er meiri þjáningar af völdum aðskilnaðar frá ástinni og ljósinu sem við þráum. Við fæðumst í þennan heim og það er eins og hula sé dregin fyrir augu okkar og minningin verður dauf. Engu að síður er hamingja okkar og velgengni háð því hversu vel við höfum hugfast markmið okkar, ástina og ljósið í vitundinni. Við erum öll hlutar af hinni æðstu, guðlegu veru. En hver og einn skiptir máli, og eftir að hafa skilið hinn eilífa sannleika andans getum við lýst upp veginn fyrir aðra svo þeir geti ratað rétta leið. En við getum aldrei skinið fyrir nokkurn. Það verður hver að feta sína leið sjálfur, finna sitt innra ljós, taka eigin skref og missa sjálfur fótanna og detta. Við getum lifað í sannleikanum eins og við þekkjum hann og þannig unnið í samræmi við andann. Og það er einmitt tilgangur okkar hér, að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.