Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 47
ásamt því að vera ekki frjáls ferða sinna, aldrei hafa verið ósátt
við þetta stranga líf. Þegar hún lítur yfir farinn veg þykist hún
greinilega sjá hönd Guðs í öllu. Jafnvel þegar allt virtist
óráðið og óyfirstíganlegt þá var innra með henni algjört traust
á því að einhver hefði stjórn á öllu, að Guð vissi allt og bætti
allt. Hún þurfti aðeins að vera fús til að gera hans vilja. „Að
vera hér í Karmel þýðir að vera algerlega opin fyrir því sem
hann ætlast til af þér, að reyna að ráðskast ekki með það eins
og þú vilt að það sé. Af því að mér hefur alltaf fundist hann
vita hvað mér líður, þarf ég ekki að segja honum neitt, hann
greiðir úr öllu. Eg vona bara að hann geti stýrt mér eins og
honum þóknast og að ég sé algerlega opin fyrir vilja hans í lífi
mínu.“
Systir Renate
Renate er þýsk prestsdóttir, komin af gamalli listrænni og
músíkalskri ætt. Hún átti örugga og fallega barnæsku í litlu
þorpi í Bæjaralandi, í talsverðri einangrun. Hún dáði föður
sinn og leit á hann sem guð þegar hann stóð í predikunar-
stólnum. Hann var fæddur kennari og henni fannst dyr opnast
innra með sér þegar hann svaraði spurningum hennar. Hún
lifði í barnslegri, einlægri trú á guð og hefði ekki brugðið við
að mæta Kristi úti í garði.
Um það leyti sem hún var tíu ára og fjölskyldan flutti til
stærra bæjarfélags fór hana að gruna að umhverfið liti
Hfnaðarhætti þeirra óhýru auga og hæddist að þeim. Þá voru
krisnir menn oft litnir hornauga í Þýskalandi og hún tók það
mjög nærri sér.
A unglingsárunum gekk Renate í Hitlersæskuliðið, sem í
upphafi líktist helst skátahreyfingu, til að réttlæta tilveru sína
sem prestsdóttir. Þá komst hún að því, að þar með bauð hún
birginn flestum þeim gildum sem fjölskylda hennar aðhylltist
45