Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 24
MORGUNN þroska oft þymum stráð. En oft eru einmitt rósir á þyrnirunn- unum og ef við getum lært að einbeita okkur að fegurð rósanna og yndislegum ilminum sem þeim fylgja, þá finnum við ekki eins fyrir þymunum, þó að þeir haldi vissulega áfram að vera til. Þetta er kannski einmitt ástæða þess að sum okkar velja fullmeðvitað að feta andlega leið í lífinu. Þegar við veljum meðvitað að lifa andlegu lífi, þýðir það að við viljum lifa í samræmi við lögmál andans og þess sem stjórnar okkar innra lífi. Um leið emm við að læra að meta og skynja fegurð rósar- innar og hennar sæta ilm, en aldrei að gleyma tilvist þyrnanna, sem mætti líkja við okkar jarðnesku tilvist, full erfiðleika og baráttu. Að vera meðvitaður um, að við emm á ferðalagi sálarinnar, sem er ekkert annað en líf okkar, krefst aðeins meira af okkur, en af hinum sem eru fúsir að fara ferðina blindandi eða ómeð- vitandi. Við erum að sumu leyti ólánsöm í því að þjóðfélag okkar er uppbyggt á efnislegum gildum, í fávisku sinni, í stað andlegra verðmæta. Fyrir sérhvern mann er það mikilsvert takmark, að verða heilsteyptur persónuleiki sem er sjálfum sér samkvæmur. En til að ná því takmarki, þurfum við að gæta að því, að orð okkar séu í samræmi við hjartans sannfæringu okkar og um leið að athafnir okkar fylgi eftir því sem við höfum fest í orð. Þessir þrír þættir þurfa að vera í jafnvægi; hugsanir, orð og æði, annars erum við ekki heil innra með okkur, heldur tætt. Sem andlega sinnað fólk í efnishyggjuþjóðfélagi, getur þetta valdið nokkrum vandamálum hjá okkur. Vandamálum sem við gætum kosið að líta á sem prófraunir- sérstaklega ef við erum mjög einlæg á okkar andlegu leið og viljum fara áfram á fullum hraða. Þetta þýðir ekki að allir eigi að beita sjálfa sig hörku og ekki leyfa sér neitt. Það væri ekki mikils virði ef við gleymdum ilmi rósarinnar og fegurð bæði í lit og formi. Að geta notið lífsins er grundvallarþáttur tilverunnar, eða a.m.k. ómissandi krydd. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.