Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Síða 36

Morgunn - 01.06.1996, Síða 36
MORGUNN árangri sínum með ást, samkvæmt rannsóknum. Þessi tegund bænar hafði ekkert með hugarorku að gera, heldur eru það hlýjar tilfinningar og ást sem gefa góðan árangur. Tilfinn- ingaorkan í bæn kemur innan frá sjálfum okkur og ekki eitthvað sem við tökum inní okkur utanfrá. Það er okkar ást, okkar samhygð, okkar einlægni og velvilji í garð náungans sem gildir. Tilfinning er áþreifanleg og raunveruleg engu síður en hugsun og er orka í sjálfu sér. Við erum skapandi afl í gegn- um tilfinningar okkar engu síður en með hugsunum okkar. Ef við áttum okkur til fulls á hve mikil áhrif okkar eru bæði með hugsunum okkar og tilfinningum, þá hljótum við að finna til ábyrgðar. Neikvæðni hefur alveg jafnmikil áhrif og það jákvæða, og ómeðvitað erum við öll að senda út bæði jákvæðni og neikvæðni tilviljunarkennt í allar áttir. Einn dagur undir stýri í umferðinni er gott dæmi fyrir flest okkar. Stöðugleiki og sjálfsagi eru mikilvægir þættir fyrir þá sem hyggjast þróa þessa tegund bænar. I þriðja lagi eru dulrænir kraftar vaktir í bæn. í því felst t.d. skyggni, dulheyrn, hlutskyggni og ýmiss konar dulskynjanir og hjálp að handan í bænum og áhrifum þeirra. Erfitt hefur reynst hjá vísindamönnum að mæla og einangra þessa þætti frá öðrum þáttum og e.t.v. er það ógerlegt. En svo mikið er víst, að dulrænn næmleiki helst í hendur við hæfileikann til að fá innblástur og að tengjast innsæinu, að fá leiðbeiningar frá og samband við framliðna. Spámenn allra alda, andlegir kennarar og dulfræðingar, heilarar og sjáendur í gegnum tíðina og í öllum löndum heims hafa alltaf haldið því fram að framliðnir andar og kraftar að handan geti haft áhrif á okkur. Kristnir menn trúa því að framliðinn Jesús og móðir hans geti heyrt bænir þeirra og hjálpað þeim. Margir trúa á verndar- engla. Ótalmargt fólk hefur líka fundið fyrir nálægð blessunar og hjálp frá látnum ástvinum. Þessi tegund bænar krefst viss undirbúnings og þróunar. 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.