Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 26

Morgunn - 01.06.1996, Page 26
MORGUNN meðal fjöldans og þeir þora ekki að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða eða ákvarðana, sem mæta andstöðu ýmissa þrýsti- eða hagsmunahópa. Reyndar tökum við öll meðvitað eða ómeðvitað þátt í mörgu sem stríðir á móti sannfæringu okkar og mannlegum gildum. En með því að vera meira og meira meðvitaður um ákvarðanir sem við tökum og að við höfum valfrelsi sem við iðkum í ríkum mæli, ennfremur að viðurkenna sársaukann sem við verðum fyrir þegar við gerum eitthvað gegn betri vitund og með því að sýna þessu aðgát, þá fetum við nær og nær ástandinu sem Sioux-indíánarnir kölluðu að vera „sönn mannvera“. Með því að kalla daglega fram í vitundina hver okkar mannlegu gildi eru og hvað þau þýða, þá getum við smám saman breytt græðginni í gjafmildi andans, hatri í umburðarlyndi og fávisku í visku. Við sjáum greinilega hvað eitrin þrjú eru að gera móður okkar jörðinni. Með áframhaldandi eiginhagsmunastefnu, mun okkur takast innan skamms að eyðileggja jörðina sem bústað fyrir lifandi verur. En við getum líka gert jörðina að paradís fyrir okkur og allar aðrar lífverur sem eiga hana með okkur. Þetta getum við gert með því að taka ábyrgð á að breyta sjálfum okkur. Við getum ekki vænst þess að mannleg gildi, þ.e. andleg gildi, nái almennri viðurkenningu í heiminum fyrr en við sem einstaklingar veljum þau í okkar eigin persónulega lífi. Hin sameiginlega vitund, um að við berum öll ábyrgð á jörðinni og öllum skepnum hennar, verður að byrja með einstaklingnum. Eina leiðin til að gera breytingar er að vera sjálfur það sem maður vill sjá gerast. Við getum kannski ekki breytt hugarfari ráðamanna heimsins, en við getum breytt okkar eigin hugarfari. Til að ná árangri á andlegri þroskabraut þarf fyrst að vera fyrir hendi skýrleiki og heilindi. Ef hjarta mitt býður mér eitthvað, en ég segi eða geri þveröfugt, þá verður til ójafnvægi í huga mínum sem varnar því að ég geti upplifað innri frið. 24

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.