Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 66
MORGUNN
enginn tali við afa, sem sitji í stólnum sínum og fái ekkert að
borða.
Einkennilegast var samt að enginn hafði sest í stólinn hans.
Ég lít í stólinn og sé svip hans bregða fyrir eitt augnablik. Ég
svara því stúlkunni að afi sé þreyttur og hafi ekki lyst. En
fólkið í kringum okkur sagði ekki orð og vildi ekki ræða um
svona hluti.
Lilja Torp
Sveitin
Sem barn var ég óskaplega myrkfælin, kannski var ég svona
næm, eða kannski magnaðist myrkfælnin mikið eftir sveita-
veruna. Þó átti ég ömmu sem var mjög guðhrædd kona og hún
kenndi mér bænir. Ég held að ég hafi samt sem áður ekki gert
mér grein fyrir hvað bæn var. En þessu atviki úr sveitinni
gleymi ég ekki. Mér var stundum strítt og verið að hræða mig.
í húsinu var fullorðið fólk sem tók málstað minn og hinna
barnanna þegar okkur var strítt. A bænum voru tveir unglingar
sem stríddu okkur. Við skulum kalla þau Jón og Siggu. Bærinn
var austur á Rangárvöllum, rétt hjá Odda. Þar var mikið talað
um álfa, drauga og púka og áttu þeir að vera í fjósi, hlöðu,
fjárhúsum, göngum og fleiri stöðum. Fyrir utan bæinn var stór
hóll og átti Sæmundur fróði í Odda að hafa geymt þar lömbin
sín og látið púkana gæta þeirra.
Einn daginn bentu Sigga og Jón á holu í hólnum og sögðu:
Passaðu þig á púkunum í holunni eða reyndu að toga í skottið
á honum. En ég sá skelfilega ljóta veru fara inn í holuna, það
var ekki dýr með fjóra fætur og skott, þetta var einkennileg
64