Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 32
MORGUNN
foreldra mína og vini mína, mér fannst ég elska fugla, skepnur
og eignir. En nú þegar ég hef flutt í höll allstaðarnálægðar
þinnar, veit ég að það er aðeins þú sem ég elska sem birtist mér
í mynd foreldra, vina, skepna og allra hluta. En með því að
elska þig einan, víkkaði hjarta mitt og gat elskað margt. Með
því að vera trúr í ást minni til þín, er ég trúr öllum sem ég
elska. Og ég elska allar verur að eilífu. Þau sem ég hef elskað
gæti ég aldrei hatað, þó svo að þau geti orðið minna áhugaverð
vegna ljótrar hegðunar sinnar. En að hætta að elska er að stífla
hreinsandi flæði ástarinnar. Eg mun vera trúr í ást minni til
allra vera, allra hluta, þar til ég finn að allir kynþættir, allar
skepnur, allt lífrænt og ólífrænt er innifalið í ást minni. Ég mun
elska, þar til hver einasta sál, hver stjarna, sérhver skepna,
hvert atóm á sér stað í hjarta mínu, því í óendanlegri ást Guðs
er mitt eilífðar brjóst nógu stórt til að rúma allt í mér.
O, ást, ég sé geislandi andlit þitt í gimsteinunum, ég sé
feimnislegan roða þinn í blómunum. Ég er gagntekinn er ég
heyri söng þinn í fuglunum. O, ást, ég hitti þig í öllum
hlutum- aðeins örlítið og stutt í einu - en í allstaðarnálægð
þinni, faðma ég þig algjörlega og að eilífu og ég fagna í gleði
þinni að eilífu.
30