Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNN aðfluttu börn. Renate var í Prag þegar hinn hataði landstjóri þar, Haydrich, var myrtur og Þjóðverjar útrýmdu íbúum heils þorps í hefndarskyni. Urn þessar mundir fór hana fyrst að gruna að eitthvað hryllilegt væri að. Þegar hún varð fyrir því að tékknseskur unglingur hrækti á hana þegar hann heyrði hana tala þýsku, fann hún fyrst fyrir því að skammast sín fyrir þjóðerni sitt og það sem þjóð hennar hafði brotið af sér. „Og það var þá sem ég gerði mér ljóst að ekki er hægt að bera í bætifláka fyrir slíkt nema með einhverskonar samþykki á öllu saman. Þegar ég, 20 árum síðar, gekk í klaustrið, vissi ég að það átti upphaf sitt þarna í Prag.“ Eftir ógnarár stríðsins, tók við hernám og herseta Rússa 1945 í Austur-Þýskalandi, þar sem hún bjó til 1948 þegar hún komst í listaskóla í Vestur-Þýskalandi. Það var svo á vegum kirkjunnar að hún fór til Englands 1950. Þar fór hún brátt að starfa innan kirkjunnar, og í tengslum við það fékk hún vinnu við útskurð á helgimyndum hjá verkstæði sem framleiddi kirkjumuni. Síðan varð Renate kennari í listum og þýsku við stúlknaskóla og undi sér vel. „En þá hófst það,“ segir hún, „einhver innri rödd sem sagði: „Renate þú verður að komast að því hvort þú átt að verða nunna.“ Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd kom. Það var á tónleikum, en ég var í samtökum sem gekkst fyrir röð tónleika. Það var yndisleg kvöldstund, og allt í einu dettur mér í hug: „Þú verður að gerast nunna!“ Brjálað! Núna held ég að hápunktarnir í lífi mínu hafi alltaf verið tengdir tónlist eða list almennt. Eða einhverju stórkostlegu í náttúrunni eins og sólarlagi eða hafinu. Það tengist ómeðvitað því sem ég kalla Guð.“ Nokkru seinna þegar Renate las upp úr Matteusarguðspjalli með nemendum sínum, segir hún þennan texta hafa snortið sig mjög og verið vísbending í trúarlífí sínu, sem leiddi til þess að hún sagði við Guð: „Jæja, Guð, ég segi já við þig“. Um leið var eins og þungu fargi væri af henni létt. „Ég veit núna,“ segir 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.