Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 49

Morgunn - 01.06.1996, Side 49
MORGUNN aðfluttu börn. Renate var í Prag þegar hinn hataði landstjóri þar, Haydrich, var myrtur og Þjóðverjar útrýmdu íbúum heils þorps í hefndarskyni. Urn þessar mundir fór hana fyrst að gruna að eitthvað hryllilegt væri að. Þegar hún varð fyrir því að tékknseskur unglingur hrækti á hana þegar hann heyrði hana tala þýsku, fann hún fyrst fyrir því að skammast sín fyrir þjóðerni sitt og það sem þjóð hennar hafði brotið af sér. „Og það var þá sem ég gerði mér ljóst að ekki er hægt að bera í bætifláka fyrir slíkt nema með einhverskonar samþykki á öllu saman. Þegar ég, 20 árum síðar, gekk í klaustrið, vissi ég að það átti upphaf sitt þarna í Prag.“ Eftir ógnarár stríðsins, tók við hernám og herseta Rússa 1945 í Austur-Þýskalandi, þar sem hún bjó til 1948 þegar hún komst í listaskóla í Vestur-Þýskalandi. Það var svo á vegum kirkjunnar að hún fór til Englands 1950. Þar fór hún brátt að starfa innan kirkjunnar, og í tengslum við það fékk hún vinnu við útskurð á helgimyndum hjá verkstæði sem framleiddi kirkjumuni. Síðan varð Renate kennari í listum og þýsku við stúlknaskóla og undi sér vel. „En þá hófst það,“ segir hún, „einhver innri rödd sem sagði: „Renate þú verður að komast að því hvort þú átt að verða nunna.“ Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd kom. Það var á tónleikum, en ég var í samtökum sem gekkst fyrir röð tónleika. Það var yndisleg kvöldstund, og allt í einu dettur mér í hug: „Þú verður að gerast nunna!“ Brjálað! Núna held ég að hápunktarnir í lífi mínu hafi alltaf verið tengdir tónlist eða list almennt. Eða einhverju stórkostlegu í náttúrunni eins og sólarlagi eða hafinu. Það tengist ómeðvitað því sem ég kalla Guð.“ Nokkru seinna þegar Renate las upp úr Matteusarguðspjalli með nemendum sínum, segir hún þennan texta hafa snortið sig mjög og verið vísbending í trúarlífí sínu, sem leiddi til þess að hún sagði við Guð: „Jæja, Guð, ég segi já við þig“. Um leið var eins og þungu fargi væri af henni létt. „Ég veit núna,“ segir 47

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.