Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Síða 25

Morgunn - 01.06.1996, Síða 25
MORGUNN Gleði andlega fullnumans, hans sem er stöðugt í andlegu flæði og missir aldrei sjónar á hinum andlega veruleika, held ég að sé svipuð gleðinni sem saklausa ungbarnið upplifir. Barnið er nýliði hér á jarðarsviðinu og gagnvart öllu sem því fylgir og er því enn nálægt heimi andans. Gamla sálin er hins vegar búin að skoða sig um á nógu mörgum stöðum til að sjá tálsýnirnar í sínu rétta ljósi og hefur því snúið til baka til þess eilífa og hreina. Fyrir okkur sem erum inni á milli þess mjög unga og þess gamla, við getum aðeins átt von á að upplifa gleðitilfinningu einfaldleikans og hreinleikans stutta stund í senn. Flest trúarbrögð heims og andlegir skólar hafa kennt að siðferði og andlegur þroski fari hönd í hönd. Ennfremur eru megináherslur svo keimlíkar alls staðar og á öllum tímum, að segja má að um alheimslögmál sé að ræða. En á sérhverjum tíma verðum við þó að endurskoða mannleg gildi okkar í ljósi þess sem við höfum lært og bætt við þekkingu okkar á mannssálinni. Líka til að forðast kreddur, því kreddur eru alveg áreiðanlega ekki hvatning fyrir þann sem leitar andlegs þroska. Skilningurinn verður að vakna innra með hverjum og einum. Patanjali, sem var mikill indverskur vitringur, sagði að það væri til þrenns konar eitur, sem hefti þroskaferil okkar frá því að vera skepna sem stjórnast af hvötum sínum og yfir í fullkomlega meðvitaða mannveru. Þessi eitur kallast grœðgi, hatur og fáviska. En svo óheppilega vill til að þjóðfélag okkar er byggt á þessum þremur þáttum. Af nógu er að taka en sem dæmi má nefna hvernig eiturlyfjum og áfengi er markvisst beint að unga fólkinu og oftar en ekki er ýmsum efnum blandað í eitrið til að drýgja það, og þau geta jafnvel verið hættulegri en lyfið sjálft s.s. rottueitur. Einnig má nefna að valdhafar í flestum ef ekki öllum löndum heims eru allt annað en ímynd einingar og velfarnaðar. Akvarðanir sem þeir taka, eru oftast miðaðar við að auka persónulegar vinsældir þeirra 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.