Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 34
MORGUNN hans. Þessi innri guðskraftur er dreginn fram í gegnum hug- ann. Þó að uppsprettan sé álitin vera alheimshugurinn eða guðlegur sköpunarkraftur, þá er bænin eða athöfnin að biðja, álitin vera eitthvað sem við framkvæmum sjálf. Þannig er bænin álitin vera meðvituð athöfn hugans. Þegar sá er trúir á „innri guð“ biður fyrir einhverjum er aðalatriðið að staðhæfa mjög ákveðið og af sannfæringu, ákveðið ástand þess sem beðið er fyrir. Árangur bænarinnar veltur á sannfæringunni sem fylgir staðhæfingu bænarinnar. Byrjendur á þessari leið álíta oft sem svo, að þeir séu með viljakraftinum að hafa áhrif á ástand mála. Lengra komnir líta á bænir sínar sem ákveðnar meðvitaðar hugmyndir, sem hreyfa við ljósvakasviðinu, sem umkringir allt og alla á jörðu hér. Um leið og hugmynd hefur nógu sterk áhrif á ljósvakasviðið eru allar líkur á því að hún taki á sig efnislegt form og raungerist. Samkvæmt þessu eru takmörk bænarinnar sett aðeins við takmarkaða hæfileika biðjandans til að taka á sig innihald bænarinnar með huganum og auðvitað hæfileika og vilja þess sem á að njóta bænarinnar til að taka við þeirri gjöf. Samkvæmt þessari hugmynd erum við umkringd óvirkjaðri bænarorku sem er aðeins hægt að virkja með því að tala meðvitað og skýrt til þessarar ómeðvituðu orku og gefa henni þannig ákveðna stefnu eða farveg. Þeir sem á hinn bóginn ganga út frá því að Guð sé fyrir ofan eða handan við manninn, trúa því að bænin sé áhrifaríkust þegar þeim tekst að víkja persónulega sjálfinu og meðvitaða huganum til hliðar og virka þannig sem farvegur fyrir æðri öfl sem eru handan við tilgang og eðli mannsins. Þessi Guð er oft nefndur „hinn eilífi“ eða hinn órannsakanlegi. Fyrir þá sem aðhyllast þessa leið er Guð alltaf með þeim eins og algóður faðir og sem böm hans erum við skyld í eðli okkar eðli Guðs. Engu að síður er hann alltaf undursamlega mikið æðri okkur. Samkvæmt þessari skoðun er það ekki hvað viðkomandi setur sjálfur í bænina sem skiptir máli, heldur hvað æðra afl, ofar 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.