Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 78

Morgunn - 01.06.1996, Page 78
MORGUNN Frankl bendir á að Evrópumanni finnist það dæmigert fyrir bandaríska menningu að alltaf sé verið að skipa fólki að vera hamingusamt (“be happy”). En það er ekki hægt að elta hamingjuna uppi - hún fylgir í kjölfarið, segir hann. Menn verða að hafa ástæðu til að vera hamingjusamir. Þegar tilefni gefst verða menn ósjálfrátt hamingjusamir. Við komumst að raun um, að maðurinn er ekki að eltast við hamingjuna heldur að leita að ástæðu til að verða hamingjusamur, síðast en ekki síst með því að finna þann hugsanlega tilgang, sem er fólginn og blundandi í öllum kringumstæðum. Svipuðu máli gegnir um annað sérmannlegt fyrirbrigði - nefnilega hláturinn. Ef þig langar til að fá einhvern til að hlæja verður þú að láta hann fá eitthvert aðhlátursefni, þ.e. þú verður að segja honum brandara. Það er alls ekki hægt að fá hann til að hlæja innilega með því að hvetja hann eða fá hann til að hvetja sjálfan sig til að hlæja. Árangurinn yrði sá sami eins og þegar fólk er hvatt til að segja „skyr“ fyrir framan myndavélina og afraksturinn verður aðeins mynd af frosnum andlitum með gervibrosi. I lógóþerapíu er slík hegðun kölluð „ofurætlun“. Hún á drjúgan þátt í vandamálum nútímafólks. I stað þess að gleyma sjálfum sér með því að gefa sig allan, streitist fólk beinlínis við að ná marki sínu, hvort sem er í tilfinningasamböndum, kynlífi eða öðrum þáttum lífsins, og því meir sem það reynir, þeim mun verr gengur. Það sem kallað er „nautnalögmál“ verður fremur gleðispillir. Þegar leit mannsins að tilgangi ber ávöxt veitir það honum ekki aðeins hamingju heldur gerir honum líka kleift að kljást við þjáninguna. Og hvað gerist ef leitin að tilgangi hefur engan árangur borið? Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Hvað gerist til dæmis stundum á ystu þröm mannlegrar tilveru eins og meðal stríðsfanga eða í einangrunarfangabúðum? Hermenn hafa greint frá því að meðal stríðsfanga hafi komið upp hegðunarmynstur sem þeir kölluðu sín á milli „uppgjafarveiki“ 76

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.