Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 54

Morgunn - 01.06.1996, Side 54
MORGUNN og því síður að senda slíkt frá sér. En staðreyndin er hins vegar allt önnur. Það má vel vera að ekki sé ástæða til að birta slíkar frásagnir hér eða í Tímariti Sálarrannsóknarskólans, en slíkar frásagnir eiga eigi að síður örugglega erindi í dulræna sagnasafnið. Svo mikið er víst. Auðvitað kemst ekki nema brot af öllu sagnasafninu hér fyrir í Morgni eða í hinu 200 síðna Tímariti Sálarrannsóknarskólans sem síðar í vetur mun sjá dagsins ljós. En Tímariti skólans mun ætlað að birta um 100 til 150 skemmtilegustu dulrænu frásagnimar á hverju misseri skólans ásamt viðtölum og greinum um dulræn mál héðan og þaðan. En munið þið enn og aftur kæru lesendur: Sendið inn til okkar dulrænar frásagnir af hvaða tagi sem er. Slíkar frásagnir eru gjarnan merkilegir draumar, (ykkar eða annara), undarleg dulræn skynjun, fyrirboðar, merkileg ferð til miðils, meintar lækningar að handan, nú eða bara álfa- eða huldufólkssögur eða aðrar slíkar afar merkilegar sögur sem ykkur eða aðra hefur hent. Allt er vel þegið. Munið það! Aðeins eitt skilyrði er, það að frásögnin hafi ekki þegar verið birt á prenti annars staðar. - Utanáskriftin til okkar er: Sálarrannsóknarskólinn, Vegmúla 2, 108 Reykjavík. Sögur nemenda Sálarrannsóknaskólans (Úr heimaverkefnum) Hróðný Garðarsdóttir Dvergasteinn Árið 1945 keypti afi minn lóð til húsbyggingar á Seltjarn- arnesi. Grunnurinn var uppgrafinn á lóðinni og ekkert til fyrirstöðu að hefja byggingaframkvæmdir nema fjarlægja 52

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.