Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 16
MORGUNN
tekið mið af andlegum veruleika hafa leitt ógæfu og
óhamingju yfir fjölda fólks. Þetta á jafnt við um einstaklinga
og heilu þjóðfélögin eða minni hópa fólks. Dæmi: ýmsar
þjóðfélagskenningar þar sem manneskjan er skilgreind sem
hópsál og öll frávik frá viðurkenndri (leyfilegri) hegðun, útliti
eða trú hópsins er harðlega fordæmd.
En eins og fyrr segir þá er hver og einn hér á jörðinni með
sitt sérstæða reynsluferli sem hefur safnast í sarpinn á löngum
tíma. Við höfum prófað ýmislegt, við höfum verið karlmaður
og kona, við höfum verið rík og fátæk, heilbrigð og veik,
elskuð og hötuð og við höfum tilheyrt ýmsum stéttum
þjóðfélaganna. Allt er gert til að læra af því og víkka út
reynslusvið sálarinnar. Við getum því ekki sagt að konur séu
betri eða verri en karlar, að hvítir séu betri eða verri en
svartir, verkamenn betri eða verri en stóreignamenn. Það er
beinlínis rangt að dæma fólk eftir hópum, við erum einstök
hvert fyrir sig og ef dóma er þörf, þá þarf að dæma hvern
einstakling eftir sínum innri manni og gerðum sínum, og hver
einstaklingur þarf að standa fyrir sínu og fyrir sér.
En hvernig má rata hinn beina en oft erfiða veg sjálfs-
þekkingar sálarinnar og koma í veg fyrir að lenda á hliðarspori
sjálfsupphafningar og sjálfsdýrkunar? Þar má benda á tvennt
sem oft hefur komið til bjargar. Annars vegar eru reglur um
siðferði, sem verður að skilja og fylgja eftir bestu getu. Hins
vegar er að rækta með sér lotningu til skaparans. En þetta
tvennt er einmitt kjarninn í flestum trúarbrögðum. Því miður er
kjarninn næstum ósýnilegur, oft vegna þess sem er hlaðið utan
á hann. Þar á meðal er oft ýmislegt sem er án efa rangtúlkað og
beinlínis notað til að viðhalda völdum til handa einhverjum
einstaklingi eðajafnvel heilli stofnun.
Sumar tegundir hugleiðslu henta vel til þess að rækta
ástina og lotningu fyrir því æðsta (guði). Hvað varðar sið-
ferðisreglurnar, þá er kjarninn í þeim sá sami hvar sem er í
heiminum og í gegnum tíðina en með lítils háttar aðlögunum
14