Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Síða 75

Morgunn - 01.06.1996, Síða 75
MORGUNN hefðum orðið að ganga í gegnum, þetta væri ekki glatað þótt það væri liðið; við hefðum gert það að veruleika. Að hafa verið væri líka að vera, og kannski öruggasti mátinn. Svo talaði ég um öll tækifærin til að gæða lífið tilgangi. Ég sagði við félaga mína (sem lágu þöglir og hreyfingalausir, þótt öðru hverju mætti heyra andvarp) að mannlegt líf hefði alltaf tilgang hvernig sem kringumstæðurnar væru og að þessi takmarkalausi tilgangur lífsins fæli í sér þjáningu og helstríð, missi og dauða. Ég skoraði á vesalingana sem lágu í nið- dimmum skálanum og hlustuðu á mig með athygli að horfast í augu við hlutina eins og þeir væru. Þeir mættu ekki gefast upp, heldur halda kjarki í þeirri vissu að vonleysi baráttu okkar drægi ekki úr tilgangi hennar eða gildi. Ég sagði að á erfiðum stundum væri alltaf einhver sem fylgdist með okkur. Þessi einhver gæti verið vinur eða eiginkona, einhver lífs eða liðinn eða Guð - og þessi einhver byggist ekki við því af okkur að við yllum honum vonbrigðum. Hann vonaði að við gætum þjáðst með reisn - ekki eins og vesalingar - að við kynnum að deyja. Loks talaði ég um fóm okkar sem hefði alltaf tilgang. Það væri eðli þessarar fórnar að hún virtist tilgangslaus í þeirri veröld sem við lifðum í, heimi efnislegra afreka. En fórn okkar hefði vissulega tilgang. Ég sagði hreint út að hinir trúuðu meðal okkar mundu umsvifalaust skilja hvað ég ætti við. Ég sagði frá fanga sem bað þess þegar hann var nýkominn í búðirnar að hann fengi að gera samning við æðri máttarvöld - að þjáning hans og dauði hlífðu persónu sem hann elskaði við kvalafullum dauðdaga. I augum þessa manns hafði þjáning og dauði tilgang og hans eigin þjáning og dauði var mikilvæg fórn. Hann vildi ekki deyja í tilgangsleysi. Enginn okkar vildi það. Markmiðið með orðum mínum var að gæða líf okkar æðri tilgangi, þar og þá - í þessum tiltekna skála við þessar vonlausu kringumstæður. Ég sá að mér hal'ði tekist það. Þegar kviknaði aftur á rafmagnsperunni sá ég vesalings félaga mína haltra til mín með tárin í augunum til að þakka mér fyrir. En ég verð að viðurkenna það hér að alltof sjaldan hafði ég andlegt þrekt til að ná til þjáningabræðra minna og hlýt að hafa misst af mörgum tækifærum til þess. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.