Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 74

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 74
MORGUNN að herða mig upp og grípa þetta einstaka tækifæri. Aldrei hafði verið meiri þörf fyrir hvatningarorð en á þessari stundu. Ég byrjaði á ómerkilegustu hugguninni. Ég sagði að aðstæður okkar í þessari Evrópu á sjötta vetri annarrar heimsstyrjaldar- innar væru alls ekki þær verstu sem hægt væri að hugsa sér. Ég sagði að hver og einn okkar yrði að spyrja sig hvað af því sem hann hefði hingað til misst, væri óbætanlegt. Ég gat mér þess til að þegar betur væri að gáð væri það í raun fátt. Sá sem enn væri á lífi ætti von. Heilbrigði, fjölskylda, hamingja, starfshæfni, auðæfi, þjóðfélagsstaða - allt þetta væri annaðhvort unnt að finna aftur eða byggja upp að nýju. Við værum þó ennþá með öll beinin heil. Allt sem við hefðum orðið að þola gæti nýst okkur seinna. Og svo vitnaði ég í Nietzsche: Það sem gerir ekki út af við mig, gerir mig sterkan. Svo talaði ég um framtíðina. Ég sagði að raunsæismaðurinn hlyti að vera vonlítill um framtíðina. Ég viðurkenndi að við gætum allir reiknað út að möguleikarnir á því að við slyppum lifandi væru sáralitlir. Flekkusóttin væri ekki ennþá komin upp í búðunum, en samt taldi ég lífslíkur mínar aðeins 5%. En ég bætti því við að ég hefði samt engan hug á að gefa upp alla von eða gefast upp. Enginn vissi hvað framtíðin bæri í skauti sér, ekki einu sinni á næstu klukkustund. Þótt við gætum ekki búist við neinum stórkostlegum breytingum á hernaðarsviðinu á næstu dögum, vissu líklega engir betur en við af reynslu okkar í búðunum að skyndilega gæti ótrúlegt tækifæri boðist, að minnsta kosti einhverjum okkar. Til dæmis gæti einhver allt í einu verið settur í vinnuflokk þar sem vinnuaðstæðurnar væru sérstaklega góðar, - en það voru svona atriði sem fanginn gat kallað „heppni“. En ég talaði ekki bara um framtíðina og þá þoku sem huldi hana. Ég talaði ég líka um hið liðna - alla þá gleði sem við hefðum lifað og það ljós sem frá því stafaði inn í myrkrið sem umlyki okkur á þessari stundu. Aftur vitnaði ég til skálds, til þess að forðast að hljóma sjálfur eins og prédikari. “Was Du erlebst, kann keine Macht der Welt Dir rauben.” (Það sem þú hefur Iifað, getur enginn mannlegur máttur frá þér tekið.) Ekki aðeins reynsla okkar heldur allt sem við hefðum gert, allar djúpar hugsanir sem við kynnum að hafa hugsað og allt sem við 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.