Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 38
MORGUNN Það var búið að rannsaka og fá jákvæðar niðurstöður á þrjár áðurnefndar tegundir bæna, þegar farið var að rannsaka áhrif bæna sem var beint, án milliliða til hins æðsta eða Guðs. Það voru skörp skil á milli dulrænna krafta og þessara, enda þótt hér væru tveir flokkar sem báðir heyrðu undir „guð fyrir ofan“ hugmyndina. Til eru ótal dæmi og margir hafa af því persónulega reynslu að almættið hefur svarað bæn beint eða í gegnum óvæntar leiðir sem virtust e.t.v. lokaðar áður. Tvær augljósar leiðir eru til að nálgast almáttugan skapara okkar, eða guðdóminn. Fyrst mætti telja í gegnum sköpunar- verkið, náttúruna, sem er birting hans og veitir okkur blessun hvem einasta dag með sólskini og vætu sem dæmi, og öllu sem grær og lífsanda dregur. Önnur leið er í gegnum andlegu meistarana, sem eru næstir Guði af því sem við þekkjum og líkastir okkur. Oftar en ekki eru þeir látnir. Engu að síður er munur á að biðja til þeirra, en til frænku eða frænda, afa eða ömmu sem látin eru, því þó að ástin tengi okkur við þau, þá bindur hún líka. Andlegu meistararnir hafa aðeins eina bindingu og hún er við Guð, þannig að með því að tengjast þeim færumst við sjálf nær Guði. Þeir sem hafa náð góðri þjálfun í þessari tegund bænar óska þess heitast að fá að þjóna Guði og lifa fyrir hann. Margir byrjendur sem leita út fyrir takmarkanir persónuleikans, rugla saman því dulræna og því andlega og setja jafnvel samasemmerki þar á milli. En reyndin er allt önnur, því að þó að við náum sambandi við annað veruleikasvið en það efnislega, þá er ekki þar með sagt að við höfum fundið Guð. E.t.v. höfum við fundið Önnu frænku og hún hefur e.t.v. ekkert færst nær Guði en hún var í jarðlífinu. Við notum ekki andlega krafta í bæn - þeir nota okkur - þetta er vert að hafa í huga. Andlegar bænir eru að mestu sagðar beint til almættisins. Til þess að verða sterkur í þessari tegund bænar er nauðsynlegt að lifa lífinu á vissan hátt og af mikilli trúfestu. Það er líf lítlillætis og hógværðar, laust við stolt og sjálfshyggju. Þannig notar sá minna og minna bænina, 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.