Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 35

Morgunn - 01.06.1996, Side 35
MORGUNN okkar eigin, gefur bæninni aðalatriðið. Þetta er í takt við hefðbundna kristna hugmyndafræði og virðist einnig vera það sem dulrænir, andlegir meistarar hafa iðkað. Þó að þessi flokkun eigi fullan rétt á sér, þá er vert að taka fram að oftast er í rauninni um að ræða einhvers konar blöndu úr báðum hjá flestum sem iðka bænir. Niðurstöður rannsókna á þessuin tveimur útgangspunktum eða sjónarmiðum, sýndu að báðar aðferðirnar voru jafnlíklegar til árangurs. Jafnframt korn í ljós að enn mætti greina mismun- andi tegundir bæna í a.m.k. fjóra undirflokka. Fyrst er að telja bænir iðkaðar með hugarorkunni. Margar tilraunir hafa verið gerðar með þess konar bænir, bæði jákvæð- ar bænir og neikvæðar bænir og sannaðist að hvoru tveggja virkar. Hugsanir okkar eru raunverulegur kraftur. í þessari tegund bænar er lykilatriði að búa yfir sjálfsöryggi. Hvers kyns hik og efasemdir lama áhrifamátt bænarinnar. Bænahugsanir þurfa að vera skýrar og sterkar. Sjáið fyrir ykkur innihald bæn- arinnar, segið það upphátt og gefið því líf. Vísindamenn jafnt og dulfræðingar eru sammála um að ytri efnisheimurinn eða ytri raunveruleikinn sé afleiðing af innri kröftum. Það er því hægt að taka virkan þátt í sköpuninni og koma ytri veru- leikanum í ákveðin farveg, með hugarorkunni. í öðru lagi eru bænir iðkaðar með tilfinningaorkunni, sem tilheyrir líka „guð hið innra“ hópnum. Engu að síður er þetta sérstakur flokkur og eins ólíkur hinum fytri og kvenorka er karlorku. Hugarorkan býr yfir sköpunarorku, en tilfinninga- orkan gerir það líka. Hugurinn býr til form, en tilfinningarnar búa til eiginleika. Það er mikilvægt að jafnvægi sé milli hugarorkunnar og tilfinningarorkunnar, bæði hjá einstakling- um og í heiminum í heild. Ef í heiminum væri lögð meiri rækt við eiginleika eins og óeigingirni, bræðralag, réttlæti o.fl. til jafnvægis við öll þau formafsprengi hugans sem þessi öld hefur fært okkur, þá værum við trúlega í betri málum núna. Ræktendur sem sagðir eru vera með græna fingur, ná 33

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.