Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 41

Morgunn - 01.06.1996, Page 41
MORGUNN móðirin þurfti að sinna honum mikið, svo Frances var mikið ein. Hún var afar hænd að afa sínum frá barnæsku. Hann var einn af þessum gamaldags lögfræðingum sem voru allt í senn, sálusorgari, læknir og lögfræðingur. Hann var trúaður maður þó að hann ekki flíkaði trú sinni og var í stjórn safnaðarins í skosku kirkjunni. Eitt það fyrsta sem hún man eftir er að vera í kirkju með afa sínum, að sitja við hlið hans og öðlast nánd við þetta ómælanlega, óútskýranlega afl sem er grunnur trúarlífsins. Hún naut þess í návist hans að meðtaka þetta, sem hún telur hafa gætt gamla manninn þeiiri ótæmandi orku, sem hæfileikar hans í samskiptum við fólk sýndu. I æsku var Frances feimin og hlédræg og átti ekki marga vini. Frá unga aldri vissi hún að hún vildi starfa við hjúkrun og þegar bróðir hennar eitt sinn lá á spítala ákvað hún að þar vildi hún læra. „Ég veit ekki hvers vegna mig langaði til að hjúkra - býst við að mig hafi bara langað til að hjálpa fólki. Allar dúkkurnar mínar voru alltaf veikar og þeim batnaði aldrei - sem ekki mælir með hæfileikum mínum til hjúkrunar.“ Skólinn var henni plága. Frances segist ekki vera gædd miklum námsgáfum og finnst kennsluaðferðirnar lítt til þess fallnar að laða fram það sem í nemandanum býr. Hún hætti í skóla 17 ára og rúmu ári síðar fór hún að læra hjúkrun. í millitíðinni vann hún að góðgerðarstörfum í fátækrahverfi. Hún naut sín vel þar og fann að þarna var hún í essinu sínu. Hjúkrunarnámið fór fram á barnaspítala og þar kynntist hún fjölmörgum og varð vel til vina. Sumir voru þar að undirbúa sig undir að fara til Saigon og hjúkra særðum börnum. Það langaði hana líka til að gera, að bjóða sig fram til starfa hjá einhverri góðgerðarstofnun að námi loknu. Þetta var hluti af ósk um að fremja hetjudáðir, ekki til að gera sjálfa sig að hetju, heldur að feta í fótspor þeirra sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna í starfi. Þegar Frances var um það bil hálfnuð í námi kom á 39

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.