Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 8

Morgunn - 01.06.1996, Page 8
MORGUNN irnar svo langt aftur sem heimildir ná hafa td. listamenn, skáld og heimspekingar lýst tilvist æðri veruleika, að ekki sé minnst á dýrlinga og helga menn allra tíma innan og utan allra trúarbragða. Gegnumgangandi í sögu mannsins, hefur venju- legt fólk af öllum þjóðfélagssdgum og stéttum haft hæfileika völvu eða spámanns. Edgar Cayce er eitt dæmi frá okkar tímum og Nostradamus er þekkt dæmi frá fyrri tíð, svo ein- hverjir séu nefndir. Vegna mikillar aukningar á dulrænum hæfileikum nú síðustu árin hafa ýmsar æðri menntastofnanir erlendis komið upp sérstökum rannsóknarstofum til að rannsaka fyrirbæri eins og ESP, skyggni, hugsanalestur, hlutskyggni, hugstjórnun, huglækningar, áruna og margt fleira sem ber vott um nýjar víddir og tjáningu í mannlegri tilveru. Könnun á innri sviðunum og á þessum nýju möguleikum mannsins til þroska, hefur leitt af sér flóðbylgju af alls konar námskeiðum. Sjálfsefjunartækni og hugarstjómun hefur reynst mörgum vel til að breyta kringumstæðum í ytri veruleikanum, til að losna við óæskilegar fíknir o.s.frv. Innri veruleikinn hefur líka verið kannaður í gegnum hugleiðslutækni af ýmsu tagi og með mismunandi aðferðum. En flestar eiga uppruna sinn í austurlöndum fjær og þá einkum í Indlandi, en þar er bæði hindúismi og búddismi upprunninn og einnig jóga. Til marks um hversu áhuginn hefur aukist á þessum málaflokki er m.a. grein sem birtist nýlega í hinu víðfræga tímariti Time. Greinin sem er heilar 9 blaðsíður, fjallar að mestu leyti um heilun og áhuga almennings á nýjum aðferðum til að halda heilsu í lífinu. Fólk er hætt að sætta sig við að læknar meðhöndli sjúklinginn eingöngu sem bilaða vél. Fleiri og fleiri, þar með taldir margir læknar, eru farnir að líta á manneskjuna sem heildræna veru, þar sem hugur, tilfinningar og líkami eru allt samverkandi þættir í heilsuferli og lífi hvers manns. 6

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.