Morgunn - 01.06.1996, Blaðsíða 72
MORGUNN
óréttlætinu er umborið með því að varðveita minningu um
ástvini, með gálgagleði og jafnvel skammvinnum læknandi
áhrifum náttúrufegurðar, trés eða sólarlags.
En þessi huggunaraugnablik glæða ekki lífsviljann nema
þvi aðeins ef þau hjálpa fanganum að sjá tilgang í vonlausri
þjáningunni. Hér er komið að kjarnanum í tilvistar-
kenningunni. Að lifa er að þjást, að lifa af er í því fólgið að
finna tilgang í þjáningunni. Ef það er einhver tilgangur í lífinu
yfirleitt hlýtur að vera tilgangur í þjáningu og dauða. En
enginn getur sagt öðrum hver tilgangur hans er. Hver og einn
verður að finna hann fyrir sig og axla þá ábyrgð sem svarið
leggur honum á herðar. Ef vel tekst til heldur hann áfram að
vaxa, hversu mjög sem hann er niðurlægður. Frankl vitnar
gjarnan til Nietzsche: „Sá, sem hefur eitthvað hvers vegna til
að lifa fyrir, afber næstum allt hvernig“. - („Sá sem hefur
eitthvað að lifa fyrir, honum er sama hvernig“)
í einangrunarfangabúðunum lagðist allt á eitt við að koma
fanganum á kné. Öll markmið lífsins eru hrifin burt. Það eina
sem eftir stendur er „endanlegt frelsi hans - til að velja hvemig
hann bregst við því sem að höndum ber, að fara sínar eigin
leiðir“.
Þetta endanlega frelsi sem bæði hinir gömlu Stóuspekingar
og áhangendur nútíma tilvistarspeki hafa viðurkennt fær
lifandi merkingu í sögu Frankls. Fangarnir voru bara venju-
legir menn, en sumir að minnsta kosti sönnuðu getu mannsins
til að hefja sig yfir ytri aðstæður sínar með því að velja þann
kost að vera „verðir þjáninga sinna“.
Auðvitað langar höfundinn sem er geðlæknir til að vita
hvernig hægt er að hjálpa fólki til að ná þessari sérmannlegu
hæfni. Hvernig er unnt að vekja með sjúklingi þá tilfinningu
að hann beri ábyrgð gagnvart lífinu á einhvern hátt hve grimm
sem örlög hans kunna að vera? Frankl segir okkur grípandi
sögu af hópmeðferð sem hann beitti meðal samfanganna:
70