Saga - 1977, Blaðsíða 9
EINAR LAXNESS
Sögufélag 75 ára
Á þessu ári, nánar tiltekið 7. marz 1977, er Sögufélag
75 ára, stofnað þann dag 1902. Tildrög stofnunar voru
þau, að 11. janúar 1902 sömdu 3 menn, Hannes Þorsteins-
son, ritstjóri Þjóðólfs, Jón Þorkelsson, landsskjalavörður,
og Jósafat Jónasson, ættfræðingur (er síðar nefndi sig
Stein Dofra) áskorunarskjal, sem þeir létu ganga til undir-
skrifta manna á meðal, m.a. svohljóðandi:
„Oss, sem hér ritum nöfn vor undir, hefir komið til
hugar að fara þess á leit við landa vora, einkum þá,
er íslenzkri mannfræði og ættfræði unna, hvort eigi
mundi nú tími til kominn að gera eitthvað í þá átt,
að fræði þessi legðust ekki með öllu fyrir óðal, eins
og allar horfur eru á, ef ekki er nú þegar hafizt handa.
I söfnum vorum liggja enn óprentuð fjöldamörg
handrit, sem eru einkar þýðingarmikil fyrir sögu
landsins, og má meðal annars nefna alla annála frá
17. og 18. öld, biskupaæfir, prestaæfir, synodalgerðir
og dómabækur, auk lögþingisbókanna, sem orðnar
eru afar fágætar, þótt prentaðar séu sumar. Þetta
og margt fleira, sem bráðnauðsynlegt væri að gefa
út, er almenningi enn hulinn leyndardómur. Bók-
menntafélagið getur ekki sinnt þessu að neinu ráði,
enda hefir það í mörg horn að líta. Félag, er ein-
göngu hefði það markmið að gefa út söguleg heimild-
arrit frá síðari öldum, gæti eflaust, þótt í smáum stíl
væri fyrst, unnið verulegt gagn, enda teljum vér
sjálfsagt, að slíkt félag fengi einhvern styrk úr lands-
sjóði, þá er það væri tekið til starfa og reyndist gott
og gagnlegt.“