Saga - 1977, Blaðsíða 195
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 189
eignarrétt að vatnsafli í almenningum og afréttum.18)
Hér er ekki ætlunin að rekja starf fossanefndar að þessu
verkefni eða niðurstöður hennar um það í einstökum atrið-
um. Þess skal aðeins getið, að um þetta mál komst nefndin
að samhljóða niðurstöðu þess efnis að umrædd vatnsafls-
réttindi væru alþjóðareign, en hreppsfélögin ættu ekkert
tilkall til þeirra.19) Á alþingi 1919 var samþykkt tillaga
til þingsályktunar, sem gekk í þessa sömu átt.20)
Sú spurning hlýtur að vakna, hvað hinum einstöku for-
ystumönnum í héraði hafi gengið til, er þeir gengu fram
fyrir skjöldu um að koma fossum og vatnsréttindum,
hverju nafni sem nefndust og hvort heldur í eigu einstakl-
inga eða annarra aðila, í hendur fossafélögunum? Erfitt
er að svara þessari spurningu svo óyggjandi sé. Þessir
menn báru áreiðanlega í brjósti bjartar vonir um alhliða
framfaraeflingu lands og lýðs, og þessar framfarir voru í
þeirra huga í órofa tengslum við beizlun fossaflsins. Þá
hafa þeir vafalaust líka borið fyrir brjósti hag byggðar-
laga sinna, bæði þann beina hag, sem byggðarlögin sjálf
og einstaklingar innan þeirra gátu haft af því að koma í
verð áður óarðbærum verðmætum, og svo aftur þann
óbeina hagnað fyrir einstaklinginn og heildina, sem leiða
myndi af auknum atvinnulegum umsvifum og framkvæmd-
um. Þó má heldur ekki horfa fram hjá hinu hreinræktaða
persónulega eiginhagsmunasjónarmiði. Það, sem mann
Undrar mest, þegar meta skal gerðir þeirra nú, er, hve
ósýnt þeim virðist hafa verið um að setja þær í dýpra og
víðara pólitískt, félagslegt og þjóðernislegt samhengi og
meta hugsanlegar afleiðingar þeirra í því ljósi. Þeir áttu
hér sammerkt með ýmsum öðrum forystumönnum þjóðar-
18) Nefndarálit meirihluta fossanefndar 1917, bls. VII.
19) Sbr. bréf nefndarinnar til stjómarráðsins 2. apríl 1918. Þjóð-
skjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 5, nr. 787.
20) Alþingistíðindi 1919 A, Nd. 794; Ed. 903, 987 og Sþ. 991, 994,
995 þingsál. Einnig 1919 B, dálkar 2468—2504.