Saga - 1977, Blaðsíða 13
SÖGUFÉLAG 75 ÁRA
9
enn 3—4 bindi, en það sem út er komið nær til ársins 1750.
1 1. bindi er ýtarlegt ágrip af sögu Alþingis eftir Einar
Arnórsson.
Önnur rit í þessum flokki eru Landsyfirréttar- og hæsta-
réttardómar frá 1802—1873, 9 bindi þegar útkomin, flest
í útgáfu Einars Amórssonar. Þessar gerðarbækur hins
gamla dómstóls 19. aldar og Hæstaréttar eiga þó nokkuð
í land og hefur þar fjárskortur hamlað. Ennfremur má
nefna Slcjöl um hylling Islendinga 164-9 (og Kópavogsfund
1662), Búalög, Moröbréfabæklinga GuÖbrands biskups
Þorlákssonar, Galdur og galdramál á fslandi eftir Ólaf
Davíðsson, Landsyfirdóminn 1800—1919 eftir dr. Bjöm
Þórðarson og síðast en ekki sízt StjórnarráS Islands 1904-
1964, 2 stór bindi eftir Agnar Kl. Jónsson, sendiherra,
stórmerkt heimildarrit um sögu okkar eigin aldar, sem
mun um langa hríð verða sígilt undirstöðurit í nútímasögu.
Af þriðja flokki Sögufélagsrita, — um ýmis efni, —
skal nefna Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalín 1700—09,
Tyrkjarániö á fslandi (með reisubók sr. Ólafs Egilssonar),
Grund í Eyjafiröi eftir Klemens Jónsson, Sýshdýsingar
1744—49, skjöl landsnefndar 1770—71, Jól á íslandi
eftir Árna Bjömsson, Hekluelda eftir dr. Sigurð Þórarins-
son, Frá árdögum íslenzkrar þjóöar eftir Amór Sigurjóns-
son, Menning og meinsemdir eftir Jón Steffensen, prófess-
or, Afmælisrit dr. Björns Sigfússonar og loks hið síðasta
rit, er Sögufélagið hefur gefið út, en það er Tíu þorskastríS
eftir forseta félagsins, dr. Björn Þorsteinsson, prófessor,
sem fjallar um það efni, sem einna mest hefur gagntekið
hugi þjóðarinnar síðustu ár, landhelgisbaráttuna við
Breta, og er hún rakin frá upphafi til atburða síðast liðins
árs. Auk þess má hér telja með ritröðina Safn til sögu
Reykjavíkur, 3 bindi í samvinnu við Reykj avíkurborg, svo
og aðild að útgáfu Sögu tslands (þjóðhátíðarnefndar 1974)
ásamt Bókmenntafélaginu.
1 fjórða flokki Sögufélagsrita er útgáfa ÞjóSsagna Jóns
Árnasonar í 2 bindum, sem út kom á árunum 1925—39,