Saga - 1977, Blaðsíða 172
166
SIGURÐUR RAGNARSSON
eig-naðist allt vatnsafl í landi jarðarinnar Dynjandi í
Amarfirði og félögin Société d’Etudes pour l’Islande, La
Société francaise d’ Entreprise en Islande, Titan, óríon,
Síríus og Taurus, en þessi síðasttöldu félög komu meira eða
minna við sögu fossakaupa og framkvæmdaáforma á
mesta vatnasvæði Islands, í Þjórsá og þverám hennar.
V. Fossakaup og fossaleiga á vatnasvæöi Þjórsár.
Fraklcnesku fyrirtækin
Er fram liðu stundir, beindist athygli fossafélaganna
í æ ríkari mæli að stórfljótunum sunnanlands. Helzta
ástæðan til þessa var, að þar virtust allar aðstæður hag-
kvæmari til virkjunar en norðan fjalla. Þar sem Þjórsá
er lengsta og einna vatnsmesta á Islands, og vatnasvæði
hennar eitthvert hið stærsta á landinu, þarf engan að
undra, þótt fossakaupendur litu hana girndaraugum.
Gangur mála á vatnasvæði Þjórsár varð með áþekkum
hætti og lýst var hér að framan. Upptökin voru þau, að
einn helzti frammámaður héraðsins, Gestur Einarsson á
Hæli, hófst handa um að tryggja sér umráðarétt yfir foss-
um í ánni. Þetta var fyrri hluta árs árið 1909. Meðal
fossa þeirra, sem Gestur hafði augastað á, var Urriðafoss,
neðsti fossinn í ánni, en kirkjustaðurinn og prestssetrið
Kálfholt taldist eiga helmingshlut í fossi þessum. Gestur
á Hæli gerði samning við sóknarprestinn í Kálfholti, Ólaf
Finnsson, þar sem prestur seldi honum á leigu hluta Kálf-
holts í Urriðafossi.1) Hinn 4. maí 1909 barst stjórnarráð-
inu bréf frá Magnúsi Sigurðssyni yfirréttarmálaflutnings-
manni, þar sem hann beiddist þess fyrir hönd Gests Ein-
arssonar, að stjórnarráðið staðfesti umboð, sem sóknar-
presturinn í Kálfholti, sr. ólafur Finnsson, hefði veitt
umbjóðanda hans „til þess að selja eða leigja eða á annan
hátt að koma í verð Urriðafossi í Þjórsá, sem er eign Kálf-
J) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Dagbók 2, nr. 916-