Saga - 1977, Blaðsíða 11
SÖGUFÉLAG 75 ÁRA
7
gera þurfti 1 þessum efnum, svo að brýn nauðsyn kallaði
á félag eins og Sögufélag, sem hefði framar öðru á stefnu-
skrá að efla vanrækt söguvísindi þjóðar, sem átti í söfnum
sínum lítt þrjótandi námu heimilda um sögu sína frá elztu
tíð; ekki sízt bar nauðsyn til að koma út sögulegum
heimildum frá því um og eftir siðaskipti, en skortur á
rannsókn og útgáfu þeirra stóð raunverulega öllum sagn-
fræðirannsóknum fyrir þrifum, svo að miklar eyður voru
í vitneskju manna um þetta tímaskeið Islandssögu og
hindraði m.a. samning yfirlitsverka yfir þennan tíma.
Hér var því mikið verk að vinna, þegar Sögufélag hóf
göngu sína, en jafnframt fyrirsjáanlegt, að það var ekki
arðvænlegt á nútíma mælikvarða að leggja út í tímafrek-
ar frumrannsóknir fornra handrita og skjala; en þeir
menn, sem þá voru helzt tiltækir til þessara verkefna,
höfðu aðra mælistiku en nútímakynslóð, — fyrir þeim
var þetta eins konar hugsjónamál, sem bar launin í sjálfu
sér, en fólst ekki í borgun út í hönd; hlýtur svo enda
einatt að verða að miklu leyti hjá þeim, sem við fræða-
efni fást, þar sem takmarkaður skilningur hefur löngum
verið ríkjandi á hagnýtu gildi þessarar vinnu. Þó ætti að
vera ljóst, ef grannt er skoðað, að nútíð og framtíð þjóðar
byggist á athöfnum hennar á liðinni tíð og þráður þar á
milli verður að vera af traustum toga spunninn, ella er
hætt við, að tengslin milli kynslóðanna rofni og þjóðin
glati verðmætum, sem eru henni lífsnauðsynleg í baráttu
líðandi stundar fyrir tilveru sinni og rökum hennar. Þetta
á ekki sízt við um smáþjóð eins og Islendinga, sem erum
mestir af sögu, bókmenntum og tungu forfeðranna, en þau
verðmæti eru ein stærsta kveikjan í viðleitni nútímamanna
til að lifa hér sem frjáls og sjálfstæð þjóð.
Hvernig hefur svo Sögufélagi tekizt að rækja skyldur
sínar við upphaflegt markmið? Er þar skemmst frá að
segja, að flest árin frá stofnun þess hefur það kappkostað
að gefa út undirstöðurit íslenzkrar sagnfræði, sem síðan
hafa gert allar frekari rannsóknir einstakra tímaskeiða