Saga - 1977, Blaðsíða 220
214
SIGURÐUR RAGNARSSON
Hvalá í Ófeigsfiröi
Leitað var erlendis frá eftir yfirráðum til langs tíma
yfir öðru vatnsfalli á Vestfjörðum. Það var Hvalá í Ófeigs-
firði. Upphaf þess máls var, að hinn 11. desember 1916
barst stjórnarráðinu bréf frá Sveini Björnssyni yfirdóms-
lögmanni, þar sem hann fyrir hönd Hans Longva útgerð-
armanns í Álasundi í Noregi sótti um sérstakt leyfi til að
hann mætti nota vatnsafl í Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum,
enda þótt hann fullnægði ekki ákvæðum fossalaganna frá
1907.17) Fram kom í bréfinu, að Hans Longva hafði gert
samning við eigendur árinnar hinn 22. september 1916.
Var hann til 50 ára. Einnig kom þar fram, að Longva var
fús til að fullnægja öllum skilyrðum fossalaganna. Vatns-
aflið úr Hvalá hugðist Longva nota í sambandi við síldar-
stöð, sem hann hafði sett upp á Ingólfsfirði árið áður.
Stjórnarráðið sendi erindi þetta til umsagnar lands-
verkfræðings, Th. Krabbe, hinn 9. marz 1917.18) Lands-
verkfræðingur sendi stjórnarráðinu umsögn sína hinn 21.
marz.19) Hann áætlaði, að með því að nýta um 40 m fall-
hæð og með rennslisjöfnun, sem unnt ætti að vera að
koma við, mætti í Hvalá fá um 2500 hestöfl. Landsverk-
fræðingur lét í Ijós þá skoðun, að akkur væri að stöðvum
sem þessari, því að þær ykju framleiðslu og gæfu landinu
arð, bæði beinlínis og óbeinlínis. Var niðurstaða álitsgerðar
hans sú, að veita bæri hið umbeðna leyfi. Hann lagði hins
vegar áherzlu á, að svo yrði að búa um hnúta í leyfisbréfi
að Longva gæti ekki haldið aflinu fyrir öðrum, sem kynnu
síðar að hafa áhuga á að koma upp iðnaðarfyrirtækjum
með fossafli í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði.
Þrátt fyrir jákvæða umsögn landsverkfræðings gerði
stjórnarráðið ekkert frekara í málinu að sinni. Um það
17) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa, Db. 5, nr. 535.
!8) Ibid.
!») Ibid.