Saga - 1977, Blaðsíða 157
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 151
þannig að unnt yrði að fá raunsanna mynd af öllum að-
stæðum. Það kemur fram í fundargerð stofnfundarins, að
félagið myndi bíða átekta, unz niðurstöður lægju fyrir.
Hér var ekki látið sitja við orðin tóm, því að síðsumars
1911 voru hér á landi tveir sérfræðingar á vegum félags-
ins.37) Ókunnugt er um niðurstöður af athugunum þessara
sérfræðinga í einstökum atriðum, en þó er ljóst, að þær
hafa ekki verið fullnægjandi að mati félagsstjórnarinnar,
því að starfsemi hlutafélagsins Pluto komst aldrei út yfir
þetta frumrannsóknarstig og var það mjög að líkum. Þessi
niðurstaða hefur varla getað komið aðstandendum The
British North-Western Syndicate með öllu á óvart, því að
tvö ensk fyrirtæki, Sulman & Picard og Johnson, Matthey
og Co. Ltd., höfðu árið áður greint allmörg sýni af „kol-
um“, ,,málmgrýti“, brennisteini og leir frá ýmsum
stöðum hér á landi að beiðni F. L. Rawsons. Er skemmst
frá því að segja, að niðurstöður þessara athugana voru
neikvæðar.38) öll áform Einars Benediktssonar um náma-
vinnslu féllu því niður um hríð, en þráðurinn var upp tek-
inn aftur, þótt ekki verði farið nánar út í þá sálma hér.39)
Segja má með nokkrum rétti, að sum þau félög og fyrir-
tæki, sem rætt hefur verið um hér að framan, séu aðeins
í óbeinum tengslum við fossamálið í þrengsta skilningi
þess hugtaks. Hér er þó örðugt að draga nokkrar skýrar
markalínur, enda fléttast hin margvíslegu framkvæmda-
áform saman með ýmsum hætti eins og sýnt hefur verið
fram á. Það, sem hér hefur verið sagt, á einnig við um
síðasta dótturfélag enska samlagsins, sem hér verður getið,
■3T) Kemur fram í bréfi frá The British North-Western Syndicate
til Fredrik Hiorth, dags. 6. sept. 1911, sem höf. hefur undir
höndum í afriti.
38) Höfundur hefur í sínum fórum eftirrit af bréfum frá nefndum
fyrirtækjum til F. L. Rawsons, þar sem greint er frá þessum
niðurstöðum. Einnig hefur höf. undir höndum allmörg eftirrit
af skýrslum um niðurstöður einstakra greininga.
39) Um þetta er fjallað í Laust mál, bls. 700—708.