Saga - 1977, Blaðsíða 187
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
181
Upphæðin skiptist milli einstakra félaga svo sem hér
greinir:
Titan
Orion
Sirius
Taurus
4.999.500 kr.
2.428.000 kr.
2.700.000 kr.
1.872.000 kr.
Jafnframt var á hluthafafundinum samþykkt að afla hinu
nýja félagi rekstrarfjár með þeim hætti, að félögin Orion
og Taurus skyldu hvort um sig verja nokkrum hluta hluta-
f jár síns í þessu skyni, Orion 628.500 kr. og Taurus 270 þús.
kr. Um fjárhagsstöðu félaganna um þetta leyti er annars
það að segja, að við sameininguna námu skuldir þeirra í
heild um 100 þús. kr. Skuldir þessar má eflaust rekja ann-
ars vegar til útgjalda vegna sjálfrar vatnsréttindaöflun-
arinnar, en einnig til tilkostnaðar vegna þeirra rannsókna,
sem unnið var að á virkjunarmöguleikum og öllum aðstæð-
um við Þjórsá á árunum 1915—1917. Það var G. Sæters-
moen verkfræðingur, sem hafði veg og vanda af þessum
rannsóknum af hálfu félagsins, og á reglulegum hluthafa-
fundi félagsins fyrir árið 1917, sem haldinn var hinn 19.
desember, gerði hann fundarmönnum grein fyrir niður-
stöðum þeim, sem lágu fyrir í því efni. Á þessum fundi
var öll stjóm félagsins endurkjörin, og sat hún síðan
óbreytt allmörg hin næstu ár. Reglulegur hluthafafundur
fyrir árið 1918 var haldinn hinn 29. nóvember. Þar skýrði
framkvæmdastjóri félagsins, Oluf Aall, svo frá, að félagið
hefði á árinu fengið lán að upphæð 800 þús. kr., og hefði
stjórn félagsins á fundi sínum hinn 9. júlí þá um sumarið
samþykkt, að sá hópur fjármálamanna, sem gekk í ábyrgð
fyrir láninu, skyldi fá sem næmi 10% umræddrar upp-
hæðar í eins konar „ómakslaun“. Einnig kom fram í skýrslu
framkvæmdastjórans, að félagið hefði á þessu ári stofnað
til verulegra útgjalda. Hér hafa vafalaust komið til sömu
þættir og áður var getið, en einnig má minna á, að ein-